Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 89
UMSAGNIR UM BÆKUR um á ritum um þjóðleg fræði undanfarin ár, og er gott til þess að vita, að Björn mun halda áfram söguritun sinni á vegum félagsins. Með Islenzka skattlandinu hefur skidd okkar við félagið enn aukizt, og ætti öllum að vera Ijúft að þakka höfundi fyrir gott verk, og félaginu fyrir myndarlega út- gáfu. Hermnnn Pálsson. Sigríður Einars jrá Munaðnrnesi: Milli lækjar og ár lest ljóð þessarar bókar bera keim upp- runans, moldar og stuðlasetningarinn- ar. Margt er þar girnilegt til fróðleiks. Þar er h'ka ýmislegt sem hefði orðið öðrum að smásögu en þessari skáldkonu verður allt að Ijóði eins og kvæðin „Ungar stúlkur", „Þá var hrú yfir lækinn“ og „A hryggjunni" sýna. Gerð ljóðanna er tvennskonar, önnur beizluð, tamin og færð í fast form, hin öllu óhundnari og styðst mestmegnis við inni- liald ljóðsins eingöngu. Þá hefur skáldkon- an frá nokkru að segja. I „Hinni löngu ferð“ hefur hún boðskap að flytja, án þess að vera að predika. Hún leiðir okkur burt frá grösugri sveit með töpuð barnagull og blárri straumlygnri á. Smám saman fyllumst við beyg, sveitin er brunnin í svarta rúst. Við spyrjum hvert skáldkonan sé að leiða okkur, um hvaða óhugnanlegan dal við séum að fara og í kvæðislok skiljum við að „við erum arftak- ar þeirra örlaga er biðu fólksins í Nagasaki og Hírósíma". Kvæðið „Eldur" er innblásið „stemnings- kvæði“ þótt stemningin sé frekar á dökku ldiðina. Ekki vildi ég sjá það í öðru formi en það er. Þar kemur líka fram hin sterka tilfinning fyrir andstæðum sem lýsir sér víða í kvæðum hennar. Ég tek dæmi úr kvæðinu „Múr“: Ég vil lieim. Þegar sólvindar hjala við heiðablóm, — etc. svo síðar: Hér er veggurinn grár móti glugga mínum. Svo er henni létt um að yrkja að kvæðin falla stundum eins og töluð setning óbund- ins máls: Bærinn minn er harn ég var með huldukletta, holt og hörð, berjamó og brekkutún. Stundum er strengurinn spenntnr til liins ítrasta og hljómar hækkuðum tóni: „Blóm í dögg“, Stjörnublóm", og „Blóinið í hvarf- inu“, sérstaklega hefur hið síðastnefnda fangað hug minn, það er svo fínlegt og heillandi; eins og dálítil teikning. Hinn rauði þráður bókarinnar er gróður jarðar sem skáldkonan yrkir nm í ótal ]it- brigðum og á margan hátt. I því tilliti lík- isl hún Huldu skáldkonu en sá skáldskapur sem hún hefur orðið fyrir mestum áhrifum af er hinn síendurtekni skáldskapur vors og gróðurs, og svo atburðir daganna. Hún eltir ekki frumleik ljóðsins eins og það tíðkast né heldur er hún að yrkja vegna ríms og stuðla, henni er ljóð og mál í ldóð borið. Kannski hún brúi bilið milli nútímaljóðs og hefðbundins. Blóm í skáldskap geta oft orðið nokkuð sætkennd. Sigríður Einars notar þau alla- vega. Daginn sem Island fær sjálfstæði verður hún fyrst af öllu vör við litskrúðið þann dag. „011 þau ilmandi blóm“, byrjar hún ljóð sitt. Við undrumst að henni skuli detta það fyrst í hug. Þetta sólgeislaregn, þessi fagnaðarfregn, sem flaug öllum mótvindum gegn“ — Hér er livergi tórað í fornöldinni. Né ver- ið nátttröll í nútíðinni. Hér er farið frá Bakarabrekku og læknum til Hírósíma og 79

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.