Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 15
KRISTINN E. ANDIíÉSSON Ræða flutt í veizlu til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni á sjötugs afmœli hans 12. marz s.l. Aþeim dögum sem Þórbergur Þórðarson ólst upp var æskan rómantísk og himindjúpin víð og blá. Þá hlýddu menn kalli hjartans og gáfu allt til að leita að einni perlu. Þórbergur hefur í Islenzkum aðli og Ofvitanum brugðið upp mynd af þessari æsku, af draumsýn hennar og hugarflugi, af heilabrotum um óleyst viðfangsefni og um leyndardóma ó- numdra heima. Og það er gaman í dag, á sjötugs afmæli Þórbergs, að líta yfir þessa rómantík og sjá hvern ávöxt hún hefur borið. Því að hug- sýnir og draumórar þeirrar æsku er ísland veruleikans í dag, hið umbylta ísland tuttugustu aldar; ísland nýrra atvinnuhátta og félagssamtaka, nýrr- ar tækni, menningar og listar, ísland sem kveðið hefur sér hljóðs og tekið sæti með öðrum þjóðum. Sjá hér það unga ísland sem Þórbergur ber á herðum sér sjötugur svo léttilega og frjálslega. Að vísu ekki að öllu eftir hans höfði né mótað þeim hugsjón- um sem fyrir honum vaka. En einn af byggingameisturunum er hann, einn þeirra sem áttu frumlegastar hug- myndir. Enginn var rómantískari í hópi æskunnar, enginn átti ríkara ímyndunarafl. Hann hefur spunnið heilan þátt út af Elskunni sinni. En hún var tálsýn, enda gekk hann fram hjá bænum hennar. Það var önnur sem átti hug hans og hefur alltaf átt. Hann segir svo frá að „tvö skínandi náttúruundur hafi lokkað sig að heiman, úthafið himinblátt og frönsk fiskiskip undir fannhvítum voðum.“ Það er líka blekking. Hann yfirgaf Suðursveitina fögru af dýpri köllun hjartans, af útþrá sinnar kynslóðar, til að komast að skilningi á heimin- um og sjálfum sér, til að geta komizt í skóla, geta lært og öðlazt vizku. Þór- bergur hefur ort róman út af Elskunni sinni í Bergshúsi sem heillaði hann í fjarska einn vetur og eina sumartíð, en hann þegir um hina raunverulegu dís hjarta síns, sem hann hefur unnað til þessa dags og er hin nafnlausa höf- uðpersóna í öllum bókum hans: vizkudísin, perlan í Djúpinu. Hin eina sanna rómantík Þórbergs er að hann gaf allt til að leita þeirrar perlu. Þórbergur settist á skólabekk, en 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.