Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varð fyrir vonbrigðum. Það var ekki skólalærdómur eða þurr ítroðningur sem hann var að sækjast eftir. Hann var ekki að læra til að verða eitthvað, eins og kallað er, kennari, prestur, lögfræðingur. Slíkt var í augum hans hégómi! Hann var að leita að sannri vizku, nýjum skilningi á heiminum, skilningi á tilveru mannsins, aukinni dómgreind, meiri djúphyggju. Og hann gerði uppreisn gegn skólanám- inu og settist við fætur hinna æðri meistara: vísindamanna, heimspek- inga, dulspekinga, rithöfunda og þjóðfélagsfræðinga, og hófst þar með saga endurfæðinga Þórbergs eins og hann hefur frá skýrt í króníku sinni. Hin fyrsta var raunar ástin sem birti honum heiminn í nýju ljósi og draum- fögru gliti og flutti með sér ljóðið. En næstu árin sökkti hann sér niður í guðspeki, spíritisma, norræn fræði, rit um sósíalisma, esperantó, heim- speki og trúfræði, og við honum blasti nýr og nýr heimur og æ víðari útsýn um mannlífið á jörðinni, um öldina sem við lifum á, strauma henn- ar og stefnur, og inn í framtíðina. Sérstaka stund lagði hann á að kynna sér íslenzka tungu og íslenzk fræði, hóf orðasöfnun úr alþýðumáli, lærði fornkvæðin og Einar Benediktsson utan að, lagði sig eftir hvers konar þjóðsögum og safnaði nýjum sögum og skrásetti. Hann unni vizkunni slík- um hugástum, að hvert viðfangsefni sem hann tók sér fyrir hendur vildi liann brjóta til mergjar og skilja til hlítar, og var helzt ekki í rónni nema hann gæti sannreynt það sjálfur. Fyr- ir leit sína að þekkingunni neitaði hann sér um allt annað, og hann var tvisvar að því kominn að gefast upp og fyrirfara sér út úr örbirgð og von- leysi. En lífsorkan, hið létta skap og köllunin í brjósti bans bar sigur af hólmi, og úr umkomuleysi sínu spinnur hann síðar glitrandi skopsög- ur. Og hver eru svo laun þessa alls? Launin eru bækur lians, verk sem brutu ísa í þjóðlífi og bókmenntum þessarar aldar og standa munu af sér straum límans furðu lengi: I fyrsta lagi Bréf til Láru ásamt Eldvígslunni, síðar íslenzkur aðall og Ofvitinn, og bær sem á eftir koma, Ævisaga Árne Þórarinssonar og Sálmurinn um blómið, og nú síðast bernskuminning- ar úr Suðursveit. Launin eru að banr varð rithöfundur sem hlustað var á og fann hljómgrunn hjá alþýðu og áorkað hefur flestum meira til að vekja þjóðina og leiða hana í sann- leika. í vitund íslendinga er hann framar öllu höfundur Bréfs til Láru. Sú bók hans kom út 1924 og varð strax á allra vörum, því að hún rótaði með einstökum hætti upp í hugum manna, vakti storm á móti sér og öldu sam- úðar og hrifningar með sér, og var í öllum skilningi uppreisnar eðlis, héll fram skoðunum og sagði hluti sem 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.