Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þau. Á síðastliðnu vori höfðu menn að orðtaki: „Vér skulum ná Bretlandi og komast fram úr því sem iðnaðarland á 15 áruin.“ Nú var ekki lengur sett neitt tímatakmark. Það þótti sýnt strax í haust, að þessu marki yrði náð á skemmri tíma. fJpphaflega var gert ráð fyrir að það mundi þurfa þrjár eða fjórar 5-ára áætlanir til þess að ljúka hinni sósíalisku uppbyggingu, til þess að leggja traustan grundvöll fyrir iðnaðarframleiðsluna með því að koma upp nýtízku þungaiðnaði í nægilega stórum stíl og tryggja nægilega hráefnaframleiðslu. Nú er sýnilegt að þetta mun takast á mun skemmri tíma. Og lífskjör þjóðar- innar munu batna með miklu meiri hraða, en nokkurn hafði órað fyrir. Það er tilgangslaust að nefna tölur um tekjur og launakjör. Þar verður allur samanburður við Evrópu út i bláinn. Launamismunur er minni í Kína en til dæmis í Sovétríkjunum. Það er miklu minna um ákvæðisvinnu; föst laun eru algengasta fyrirkomulagið. Þó er allmikill launamismunur eftir þvi hvers eðlis vinnan er, og allmikið að því gert að veita verðlaun fyrir góð afköst. Lægstu verkamannalaun eru um 40 júan á mánuði og þau hæstu um 170 júan eða nokkru meira, geta komizt upp í 200 júan með premíum. 60 júan á mánuði er algengt. En launin eða kaupmáltur þeirra mun nú hækka mjög ört, enda þótt Kínverjar leggi miklu meiri áherzlu á að treysta grundvöllinn og auka fremur ur.dirstöðuframleiðsluna en neyzluna. Ef maður ber saman kjör Kínverja og Vesturevrópumanna, slitin úr tengsl- um við söguna, þjóðfélagslega og menningarlega arfleifð og venjur, þá finnst manni líf Kínverja fátæklegt. Húsakynnin eru yfirleitt ákaflega frumstæð, enn sem komið er, og margir verða að búa í vistarverum, sem við mundum fremur kalla hreysi en hús. Klæðaburðurinn er fábreyttur, og fólk hefur yfirleitt ekki mikinn afgang fram yfir daglegar lífsnauðsynjar. En jafnframt verður ekki hjá því komizt að taka eftir því, að fólk er ákaflega ánægt með kjör sín og hlutskipti. Eg efast um að nokkurs staðar í heiminum sé jafn ánægt fólk. Það leynir sér ekki, að hér er þjóð, sem mikil hamingja hefur fallið í skaut. Hér hefur eitthvað stórt gerzt. Þessu fólki hefur verið fluttur mikill fögnuður. Og það þarf ekki langt að leita að skýringunni. Hér hafa vissulega stórir atburðir gerzt. Það sem margar kvnslóðir Kínverja hefur dreymt um í þúsundir ára er nú orðið að veruleika. Frá ómunatíð hafa hungursneyðir, drepsóttir og flóð skipzt á í Kína. Nú hefur verið sigrazt á öllu þessu. Drepsóttunum hefur verið útrýmt, fljótin beizluð og það er enginn skortur á matvælum. Allir geta satt hungur sitt, og flestir hafa nógan mat. Og allt þetta hefur gerzt á örfáum ár- um. I þúsundir ára hefur þjóðin staðið ráðþrota gagnvart hinum miklu plág- um : hungrinu, pestunum og flóðunum, og nú hefur tekizt að vinna bug á þessu 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.