Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 43
„STÖKKIÐ MIKLA11 í KÍNA Mat fá menn eftir þörfum, en aðrar nauðsynjar, sem ekki er nóg af, eru skammtaðar, svo sem föt. 011 almenn þjónusta, uppeldi barna, framfærsla gamalmenna, læknisþjónusta o. s. frv., eru að sjálfsögðu eins og alls staðar annars staðar á kostnað kommúnunnar. Féfagar kommúnunnar munu fá bók eða skírteini, sem veitir þeim rétt til úttektar í búðum og almenningseldhúsum. Sem dæmi um það, hvern rétt slíkt skírteini veitir, má nefna það sem tíðkast í einni af kommúnum þessa héraðs samkvæmt frásögn, sem ég hef séð. Það veitir rétt til matar á veitingastöðunum eftir þörfum, til þriggja fatnaða á ári, þar af ein vetrarföt vattfóðruð og tvenn létt bómullarföt. Ut á það fá menn enn- fremur ferna skó úr striga eða öðru slíku efni, þar af einir til vetrarnota, sokka, handklæði, sápu, tannpasta og aðgöngumiða að leiksýningum og kvik- myndasýningum. Það sem afgangs er af því, sem ætlað er til persónulegra þarfa, er greitt sem laun, og þeir sögðu mér að við ákvörðun launa væri einnig tekið nokkurt tillit til þarfa hvers einstaks, til dæmis hvort hann reykti eða ekki. En jafnframt væri að nokkru leyti tekið tillit til afkasta, þannig að dregið væri úr launum, ef menn væru latir og áhugalausir, og greidd verðlaun fyrir ástundun og sérlega góð afköst. Þetta væri framkvæmt þannig, að vinnuhóp- arnir, sem ekki væru stærri en svo að hver þekkti vel annan, ræddu málin og tækju ákvarðanir. Sem dæmi um vinnubrögðin skal ég nefna að við ókum eftir vegi, sem lagð- ur var í ágúst í sumar. Þetta var tuttugu kílómetra langur vegur, sem tengdi markaðsbæina við sveitaþorpin. Til þess að kommúnan gæti framkvæmt áætl- un sína, varð þessi vegur að koma, og það mátti ekki bíða. Þeir ákváðu að vegurinn skyldi koma án tafar. Og eftir tvo daga var vegurinn kominn. Þeir sögðu mér að allt að tuttugu þúsund manns hefðu unnið að þessari vegalagn- ingu og helztu verkfærin voru skóflur og kerrur, sem asni og múlasni ganga fyrir. Seinna sá ég frásögn af þessum sama vegi með nákvæmari tölum. Hann var lagður dagana 13.—14. ágúst á 36 klukkustundum af 13 þúsund bændum. Það sem mér þótti þó nýstárlegast og furðulegast að sjá, var iðnaðurinn, sem þeir höfðu komið sér upp þarna, algerlega eða að minnsta kosti að lang- mestu leyti af eigin rammleik. Þarna höfðu risið upp litlir járnbræðsluofnar í tugatali og aðrir voru í byggingu. Járnmálminn unnu þeir sjálfir úr námum, sem voru í 30 km fjarlægð, og sáu sjálfir um aðflutningana. Þetta var mjög góður járnmálmur. Mér skildist að járninnihald hans kæmist upp í það, sem það getur mest orðið í málmgrýti. Vinnubrögðin við ofna þessa geta varla frumstæðari verið. Mér þótti gaman að bera þetta saman við nýtt járn- og stál- iðjuver, sem við skoðuðum í Vúhan og er eitt hið stærsta og fullkomnasta í TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 33 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.