Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR með öllu eftir sigurinn og höfðu þá mótað mjög allan hugsunarhátt fólksins og skilið eftir mikla reynslu. í borgarastríðinu reyndust þessir samfélagshættir vel í baráttunni við mannlega óvini, án þeirra hefði kínversk alþýða ekki sigr- að. Hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig reynast vel í baráttunni við náttúr- una? Þeir eru sannfærðir um, að án hinna nýju lífshátta í sveitunum hefði „stökkið mikla“ ekki verið mögulegt. Og enn kemur fleira til. Frá fornu fari hafa Kínverjar verið félagslyndir og haft ríka tilfinningu fyrir skyldum sínum til samhjálpar og samvinnu. Æva- fornar erfðavenjur ættarsamfélagsins hafa aldrei að fullu liðið undir lok í sveitum Kína. Mao hefur sagt ekki alls fyrir löngu að hvorttveggja sé, að kín- versk alþýða sé fátæk og að hún sé eins og óskrifað blað. Hvorttveggja sé henni styrkur í baráttunni fyrir betra lífi. Fátækt fólk vill hreytingar, en óttast þær ekki, og ómótað fólk á auðveldara með að tileinka sér nýja lífshætti og nýjan hugsunarhátt. Hið nýja líf fólksins og hinir geysilegu árangrar liafa leitt til þess, að fólk hefur óbilandi og nærri takmarkalaust traust á stjórn sinni, Kommúnistaflokknum og hinum nýju þjóðfélagsháttum. Allt þetta hjálp- ast að til þess að skapa nýjan hugmyndaheim, nýtt siðferðismat, í einu orði sagt nýja þjóðfélagsvitund meðal þeirra miljóna, sem Kínaveldi byggja. Þetta fólk lítur ekki sömu augum á hlutina og almenningur á Vesturlöndum, í þeirra augum er hið vestræna kaupsýslusiðferði beinlínis siðleysi. Fjarri fer því að menn líti á það sem sjálfsagt, að menn eigi að fá því meira í sinn lilut, sem þeir afkasta meiru, án tillits til þarfa. Hitt er heldur, einkum í sumum héruðum Kína, að menn líta á slíkan hugsunarhátt sem skort á siðgæði. Kínverjar líta á kommúnurnar sem tilraun og fara varlega í alla spádóma um framtíð þeirra. Ekki er að efa að þetta fyrirkomulag á eftir að taka mikl- um breytingum á þróunarferli sínum, þegar fullkomnari framleiðsluhættir og tækni koma til. Kommúnismi framtíðarinnar verður áreiðanlega mjög með öðrum hætti. Það er líklegt, að með aukinni vélvæðingu í iðnaði og landbún- aði sveitanna verði minni munur á launafyrirkomulagi í sveit og borg og meira tillit tekið til afkasta um sinn. Það er líka sennilegt að fjölskyldulífið skipi meira rúm, þegar fram líða stundir. Samt sem áður virðist mér að það, sem ég hef séð í Kína, gefi fyrirheit um það, að hér muni gerast það sem ekki hefur verið gert ráð fyrir áður í fræðikenningum sósíalismans: Að það takisl að nokkru leyti að hlaupa yfir þróunarskeið sósíalismans eða fyrsta stig kommúnismans, að því er tekur til veigamikilla atriða í skiptingu lífsgæðanna, þannig að í sumum efnum leysi kommúniskir samfélagshættir án millistigs mjög frumstæða samfélagshætti af hólmi. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.