Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nefni, enda þurfa þeir væntanlega
ekki að fyrirverða sig fyrir uppruna
sinn, livar í heiminum sem þeir eru
staddir. Um ættarnafnafarganið
mætti fjöhnargt segja, þótt hér verði
ekki rakið lengra. Þessar hugrenning-
ar eru einkum ritaðar til þess að rifja
upp nokkra þætti í sögu íslenzkra
skírnarnafna, og því verða ættarnöfn
eða viðurnefni látin eiga sig að sinni.
2
Fólk, sem lætur skíra hörn sín út-
lendum nöfnum og nafnskrípum,
mun naumast gera sér þess ljósa
grein, að slíkar nafngiftir eru ekki
einungis smekkleysur, þau varða
einnig við landslög. í lögum um
mannanöfn eru tvö ákvæði, sem rétt
er að minna á, áður en lengra sé far-
ið. Annað þeirra hljóðar svo: Ilver
maSur skal heita einu íslenzku nafni
eða tveim, og hitt: Ekki mega menn
bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru
að lögum íslenzkrar tungu. Þótt á-
kvæði þessi séu ekki afdráttarlaus.
þar sem hugtakið íslenzk mannanöfn
hefur ekki verið skilgreint, svo að
einhlítt sé, munu flestir íslendingar
átta sig á þeim nöfnum, sem brjóta í
bága við lögin. Nafnalögin kveða svo
á, að prestar skuli hafa eftirlit með
því, að fyrirmælum þeirra sé hlítt, en
þess hefur óþarflega oft gætt, að þeir
hafi brugðizt þessari embættisskyldii,
sem þeim ætti þó að vera ljúft að
gegna. Þó her hins ekki síður að geta,
sem vel er gert; margir íslenzkir
prestar eru svo vel menntir, að þeir
skíra aldrei börn öðrum nöfnum en
þeim, sem rétt eru að lögum. Hinir,
sem bregðast skyldu sinni, hafa sér
ekkert til afsökunar, því að þeir verða
ekki einungis sekir að lögum, heldur
valda þeir þjóðerni voru varanlegu
tjóni með slíkum afglöpum.
Sumir prestar munu halda því
fram, að ekki sé unnt að framfylgja
lögunum til hlítar af þeirri ástæðu, að
um mörg mannanöfn sé örðugt að
staðhæfa, hvort þau fullnægi ákvæð-
um laganna eða ekki. Eina leiðin til
að skýrgreina hugtakið íslenzk
mannanöfn fullkomlega væri sú, að
samin væri ýtarleg skrá yfir þau. Og
vissulega er það ekki vanzalaust, að
slíkt hefur ekki verið gert fyrir löngu.
En lögbrot prestanna á undanförnum
áratugum eru mörg svo augljós, að á
þeirn leikur enginn vafi. Útlend nöfn,
sem verða ekki beygð eftir venjum
móðurmálsins, eru vitanlega ekki ís-
lenzk, þótt íslendingar beri þau. Og
þegar mær er skírð karlmannsnafni,
eins og mörg dæmi eru um, er nafn
hennar af augljósum ástæðum ekki
rétt að lögum íslenzkrar tungu. Á síð-
ari árum hefur það færzt í vöxt, að
börn séu skírð rangnefnum á þann
hátt, að nöfnin eru gefin í þolfalli eða
eignarfalli. Allt slíkt eru nafnskrípi,
og verður nánar að þeim vikið síðar
í þessari grein.
44