Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 55
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR 3 Mörkin milli íslenzkra og útlendra mannanafna eru þó hvergi nærri svo skýr, sem virðast mætti í fljótu bragði. Auk norrænna nafna tíðkuð- ust hér í heiðni allmörg útlend töku- nöfn, og síðan hafa íslendingar verið að auka stöðugt við nafnaforðann með útlendum nöfnum. Um sögu ís- lenzkra mannanafna fyrir 1500 er hægt að fá allgóða hugmynd af bók um þau eftir sænska fræðimanninn Lind, en í riti sínu hefur hann einnig skráð norsk nöfn, sem notuð voru á þessu tímabili. En eins og kunnugt er, tíðkuðust að nokkru leyti önnur nöfn hér en í Noregi. Eðlilegt er, að greinargerð um sögu íslenzkra mannanafna hefjist með nöfnum landnámsmanna, enda eru heiðnu nöfnin enn kjarninn í nafnaforða vorum. Eins og allir vita, voru langflest nöfn Islendinga þá af norrænum uppruna. Mest ber á nöfn- um, sem tíðkuðust einnig í Noregi, en auk þeirra voru allmörg af sænskum og jafnvel dönskum toga. Það er til að mynda eftirtektarvert, að í ættum þeirra landnámsmanna, sem virðast vera af sænskum uppruna, koma fyrir nöfn, sem hefjast á Hróð- og Hólm-, en slík nöfn benda til fornsænskra nafnasiða. Þó er að sjálfsögðu rétt að geta þess, að sænskra og danskra nafna gætti í Noregi fyrir landnáms- öld og síðar, enda er örðugt að draga skýra markalínu milli þeirra og norsku nafnanna. Þgar í heiðni tekur að gæta hér enskra og þýzkra nafna. Sum þeirra hafa eflaust borizt hingað frá Noregi, en um önnur vitum vér, að þau koma hingað með landnámsmönnum af enskum ættum. Dæmi um ensk nöfn, sem notuð hafa verið hér, eru Vil- borg og Úlfrún, en svo hétu formæð- ur þeirra Mosfellinga; einkum virðist Vilborgarnafnið hafa verið notað í þeirri ætt. Svo hét dóttir Gizurar hvíta. Á landnámsöld bárust hingað all- mörg keltnesk nöfn, en sum þeirra virðast brátt hafa horfið úr tízku. Ein ástæðan til þess, hve skammlíf þau urðu, mun hafa verið sú, að þau voru Islendingum torskilin að merkingu, en meginhluti íslenzkra mannanafna í heiðni var hins vegar augljósra merkinga. Og það mun einnig hafa valdið nokkru um, að írskir þrælar hafa borið slík nöfn, og hefur það ekki aukið á vinsældir nafnanna. En öll þau keltnesku nöfn, sem hér voru notuð, voru löguð eftir málvenjum tungunnar, svo að þau fóru vel í munni. Af keltneskum nöfnum, sem notuð voru hér á landi fyrir kristni- töku, má nefna karlanöfnin Kaðall, Kalman, Kjallakur, Kjaran, Kjarval- ur, Melpatrekur, Dufþakur og Dung- aður og kvennanöfnin Melkorka og Bjollok. Ekkert þessara nafna virðist hafa verið langlíft hér, en um nokkr- 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.