Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 57
ÞÆTTIR U M MANNANOFN OG NAFNGIFTIR 4 Eins og áður var drepið á, gerðu íslendingar í fornöld sér grein fyrir merkingu flestra nafna, sem jiá tíðk- uðust hér og voru norræns uppruna. Og nöfnin eru raunar merkileg heim- ild um forna menningarsögu vora. Eftirtektarvert er, hve mörg nöfn geyma minjar um heiðinn sið. Að þessu er vikið í kafla einum í fornriti, og þykir mér tilhlýðilegt að rifja hann upp. Kaflinn hljóðar á þessa lund: „Það er fróðra manna sögn, að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna, svo sem af Þórs nafni Þórólf eða Þor- stein eða Þorgrím, — eða sá er Odd- ur hét, fyrst skyldi heita af hans nafni Þóroddur sem Þormóður kvað um og Odd son hans, er liann kallaði Þór- odd, — eður Þorbergur, Þórálfur, Þorleifur, Þorgeir. Enn eru fleiri nöfn dregin af joeim guðum og Ásum, ])ó að af Þór sé flest. Menn höfðu ])á og mjög tvö nöfn; þótti það líklegt til langlífis og heilla, þótt nokkrir fyrirmælti þeim við guðinn, þá mundi þá ekki skaða, ef þeir ætti annað nafn.“ Um þenna kafla er það að athuga, að það virðist hafa verið mjög sjald- gæft í heiðnum sið, að menn væru látnir heita tveim nöfnum. Hins veg- ar barst sú nafnavenja hingað í kristni, þótt hún yrði ekki algeng fyrr en á síðustu mannsöldrum. í heiðni tíðkuðust mjög viðurnefni, sem menn hlutu á fullorðinsaldri. os samsettu nöfnin mega að nokkru leyti teljast tvínefni. Auk Þórs var nafn Freys notað í samsettum mannanöfnum og kvenna, svo sem í nöfnunum Freysteinn og Freygerður. Gyðjunafnið Eir kemur fyrir í konuheitinu Eirný, en önnur goðaheiti munu ekki hafa komið fyrir í íslenzkum mannanöfnum í heiðnum sið. Hér skal þess getið, að það tíðk- aðist ekki fyrr en á síðustu áratugum, að menn væru látnir heita goðanöfn- um einum. Nú er farið að skíra börn hinu ginnheilaga nafni Óðins, og aðr- ir hafa verið látnir heita nöfnum Þórs og Freys, og einhverjar Freyjur hafa sprottið upp á þessari öld. Gyðjuheitið Sif hefur einnig komizt í tízku. Auk þeirra nafna, sem dregin eru af heitum einstakra goða, eru mörg önnur tengd við fornan átrúnað. Má til að mynda minna á nafnaliðina As-, Ragn- eða Rögn-, Vé- og Álf- í nöfnunum Ásgeir, Ragnhildur, Vé- kell og Álfgeir og mörgum fleirum. Það sýnir ekki síður en mörg önn- ur einkenni forníslenzkrar menning- ar, hve sterk hún var, að þessi heiðnu nöfn skyldu haldast svo vel eftir kristnitöku, sem raun ber vitni um. Með kristnitöku varð engin snögg breyting á nafngiftum þjóðarinnar, og miklu örari breytingar eru nú að 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.