Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eiga sér stað en þær, sem urðu á
fyrstu öldum kristni. Sú stórbylting,
sem varS á hugsunarhætti manna viS
hinn nýja siS áriS 1000, orkaSi mun
minna á nafngiftir Islendinga en yfir-
borSsleg kynni af útlendum þjóSum á
vorum dögum.
Eitthvert fyrsta útlenda nafniS,
sem virSist hafa borizt hingaS eftir
kristnitöku, var heitiS Magnús. Nú
vill svo skemmtilega til, aS vér vitum
allmikiS um uppruna nafnsins í Nor-
egi og á íslandi. í konungasögum ís-
lenzkum segir frá því, er Alfhildur
vinkona Ólafs helga fæddi honum
son. Sveinninn fæddist um nótt og
þótti mjög ólíflegur, en enginn þorSi
aS vekja Ólaf konung aS spyrja hann,
hvaS hinn nýfæddi sonur hans ætti aS
heita. En þar var viSstaddur Sighvat-
ur skáld frá Apavatni, og réS hann
því, aS piltinum var gefiS nafniS
Magnús. Um morguninn var konungi
sagt frá tiltæki Sighvats, og lét hann
sér fátt um finnast og spurSi skáldiS:
„Hví lézt þú Magnús heita? Ekki er
þaS vort ættnafn.“ Sighvatur svar-
aSi: „Ég lét heita eftir Karlamagnúsi
konungi. Þann vissa ég konung bezt-
an í heiminum.“ Engin ástæSa er til
aS efast um, aS saga þessi sé sönn.
Vér getum naumast láS Ólafi kon-
ungi, þótt honum þætti undarlega til
nafns valiS. BæSi var, aS nafniS hef-
ur þótt útlenzkulegt og óvenjulegt,
enda braut þaS mjög í bága viS
nafnasiSi norsku konungsættarinnar,
eins og Ólafur minnir skáldiS á.
Sighvati mun naumast hafa komiS
til hugar, aS þetta konunglega nafn,
sem hann valdi eina andvökunótt
handa nýfæddum launsyni konungs,
myndi síSar verSa eitt algengasta
nafn á Islendingum. NafniS barst
brátt til íslands. Magnús Ólafsson
varS konungur yfir Noregi og hlaut
viSurnefniS hinn góSi, en eftir hon-
um lét Þorsteinn SíSu-Hallsson son
sinn heita Magnús. Magnús Þor-
steinsson mun vera fyrsti Islending-
urinn, sem svo hét. Hann var afi
Magnúsar Einarssonar biskups, sem
lézt áriS 1148, eSa um þaS bil einni
öld síSar en Magnús konungur. Nafn-
iS hélzt meS afkomendum Magnúsar
Þorsteinssonar, en brátt tóku aSrar
ættir þaS upp, og er óþarft aS rekja
þá sögu lengur.
NafniS Magnús er latneskt og
merkir „mikill“, sem kunnugt er. í
rauninni var þaS viSurnefni Karls
keisara. Eflaust hefur Sighvati skáldi
og Þorsteini SíSu-Hallssyni veriS
fullkunnugt um, hvaS nafniS merkti,
en hitt er ósennilegt, aS allir foreldr-
ar, sem valiS hafa sonum sínum þetta
nafn síSan, liafi skiliS merkingu þess.
En einmitt um svipaS leyti fara aS
berast hingaS nöfn, sem alþýSa
manna hefur ekki skiliS merkingu
þeirra. VerSa þá fyrst á vegi vorum
nokkur ensk nöfn, sem munu hafa
48