Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 60
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ur, Kristfúinur, Kristgeir, Kristleijur, Kristmundur og Kristvarður saman við heiðnu nöfnin Þorbergur, Þor- björn, Þorbrandur, Þorfinrmr, I*or- geir, Þorleijur, Þormundur og Þor- varður. Mörg hinna kristnu blendings- nafna fara prýðilega í íslenzku, en þó niun flestum þykja heiðnu nöfnin miklum mun fegurri, enda hafa þau ávallt notið meiri vinsælda. En síðar urðu mynduð ný nöfn af tökunöfn- um, svo sem af nafninu Jón. Einna elzt slíkra nafna er Jóngeir, sem kem- ur fyrir á 14. öld, en miklu síðar urðu til nöfnin Sigurjón og Aðaljón. Á öldunum fyrir siðaskiptin síðari slæddust hingað nokkur nöfn frá Þýzkalandi, svo sem Aðalbrandur á 13. öld og Hermann á 14. öld. Dönsk nöfn bárust hingað einkum eftir siða- skipti, og undanfarnar aldir hafa Is- lendingar þegið fjölda nafna frá herraþjóð sinni. Þótt mér þyki ekki girnilegt að rekja þá raunasögu, lang- ar mig til að minnast á eitt slíkt nafn. Nafnið Kristján kemur fyrir í Noregi um 1300, en fyrsti maðurinn, sem mér er kunnugt um, að borið hafi það hérlendis, var Kristján prestur á Helgafelli. Hans er getið í skjali frá lokum 16. aldar. Nú má vel vera, að Kristján þessi hafi verið útlendur, enda varð nafn þetla ekki algengt fyrr en alllöngu síðar. Ástæðan til þess, að svo margir íslendingar völdu börnum sínum þetta nafn, er svo al- kunn, að naumast þarf að geta henn- ar. Vinsældir nafnsins stöfuðu frá dönsku konungsættinni. Það virðist litlu máli hafa skipt, hverjir vand- ræðamenn sumir Kristjánar Dana- konungar voru og óþarfir íslending- um; síðan á 17. öld hefur Kristjánum farið sífjölgandi hér á landi. 5 Þótt mér hafi orðið tíðrætt um út- lend tökunöfn, ber ekki að skilja það svo, að þau séu að sama skapi mikil- vægur þáttur í sögu íslenzkra nafna. Ilinn forni nafnaforði þjóðarinnar hefur ávallt verið miklu meira not- aður en útlendu nöfnin. Árið 1703 var tekið saman fyrsta almenna manntal á íslandi. Úr manntalinu hefur aldrei verið unnið til hlítar, en við lauslegan lestur þess hlýtur oss að finnast mikið til þess koma, hve forn og smekkleg flest nöfnin eru og nafnaskrípi tiltölulega fá. Þá voru enn notuð mörg nöfn, sem síðan hafa orðið sjaldgæf eða horfið gersam- lega. Nú munu þeir ekki vera margir, sem heita eftirtöldum nöfnum, sem koma fyrir í manntalinu frá 1703: Jódís, Þóreljur, Hlaðgerður, Húni, Þórarna, Sólvör, Arnoddi, Húnbjörn, Skœringur, Núpur, Freygerður, Nannvör, Hergerður, Hallótta, Hún- björg, Þóráljur, lðbjörg, Uljdís, Steinríður, Ljótunn, Steinný. En manntalið sýnir einnig útlend 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.