Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
laruli á 15. öld, og má láta sér til hug-
ar koma, að Jiað sé runnið frá Orvar-
Odds sögu eða Hervarar sögu og
Heiðreks eða öðrum sögum, sem
fjölluðu um Hjálmar hugumstóra.
Á öllum öldum síðan mun það hafa
borið við, að foreldrar hafi sótt nöfn
til bókmennta. En vitanlega skiptir
það miklu máli, hverjar bókmennt-
irnar voru. Um undanfarnar tvær
aldir hafa allmörg mannanöfn verið
tekin úr rímum og reyfurum, og þess
munu jafnvel vera dæmi, að stúlkur
hafi verið látnar heita eftir banda-
rískum leikkonum, sem óvandlátir
foreldrar höfðu hrifizt af í kvikmynd-
um. En íslenzkar fornbókmenntir
hafa einnig haft áhrif á nafngiftir, og
er skemmtilegt til þess að vita. Eitt
þeirra nafna, sem komust í tízku á
síðara hluta 19. aldar, var Ragnar.
Þótt ýmsir landnámsmenn rekti ættir
sínar til hins fræga fornkonungs,
Ragnars loðbrókar, virðist nafnið
ekki hafa verið notað hér fyrr en
nokkru eftir miðja 19. öld. Árið 1855
hét enginn Islendingur Ragnar, en
1910 hét 191 maður þessu nafni, og
síðan hefur notkun þessa veglega
heitis farið sívaxandi. Á því getur
naumast leikið nokkur vafi, að vin-
sældir Ragnars sögu loðbrókar hafa
einkum valdið Jjví, að nafnið var tek-
ið upp að nýju. Oddaverjar á 13. öld
höfðu þegið nöfnin Randalín og Agn-
ar eftir þessari sömu sögu, og er Jiað
eitt dæmi af fjölmörgum um það, hve
margt var líkt með menningu Islend-
inga í fornöld og á 19. öld. Af öðrum
fornum nöfnum, sem tekin hafa verið
upp á síðustu mannsöldrum úr ís-
lenzkum bókmenntum, má minna á
eftirfarandi: Angantýr mun vera þ'eg-
ið frá Örvar-Odds sögu eða Heiðreks
sögu, Völundur frá Völundarkviðu,
Gylfi úr Snorra-Eddu eða Ragnars-
drápu Braga gamla, Fróði úr forn-
aldarsögum. Allmörg nöfn virðast
vera komin úr Snorra-Eddu eða öðr-
um goðfræðilegum heimildum. Svo
er um dverganöfnin Fjalar og Sindri
og nöfn Ægis-dætra Hrönn og Bára.
Mörg forn nöfn, sem snemma
hurfu úr notkun, hafa varðveitzt í
bæjaheitum og öðrum örnefnum.
Sum þeirra eru nefnd í Landnámu og
sögunum, en önnur eru einungis
Jiekkt af bæjunum. Dæmi um forn
mannanöfn, sem varðveitzt hafa í
bæjaheitum og lítt hafa verið notuð
að skírnarnöfnum undanfarna
mannsaldra, eru meðal annars þessi:
Arnhallur, Ásgils, Bekan, Böðmóður,
Brettingur, Darri, Hegri, Heggur, ís-
röður, Kjarvalur og JJbbi. Þó veit ég
til þess allnokkur dæmi, að sveinar
hafi verið látnir heita slíkum nöfn-
um. Landnámsmaður í Langadal hét
Holti, og eftir honum var bær kall-
aður Holtastaðir. Holti landnáms-
maður virðist vera eini Islendingur-
inn, sem hefur heitið þessu nafni, unz
bóndinn á Holtastöðum endurvakti
nafnið fyrir tæpum tveim áratugum
54