Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 65
ÞÆTTIR UM MANNANÖFN OG NAFNGIFTIR
og lét skíra son sinn Holta. Svipaða
sögu má segja um nokkur mannanöfn
önnur. Nú mun vera til Kalman eftir
Kalmani í Kalmanstungu, Starri frá
Starrastöðum, Lýtingur frá Lýtings-
stöðum, og einhver tengsl munu vera
á milli bæjanafnanna Frostastaðir og
Fornastaðir og nafnanna Frosti og
Forni, sem nú hafa verið tekin upp
að nýju. Endurvakning fornra nafna,
sem geymzt hafa í bæjanöfnum, er
skemmtilegt dæmi um þroskaða rækt-
arsemi íslenzkra bænda við forna
menningu.
Einn er sá flokkur nafna, sem mjög
er vinsæll nú á tímum, en það eru
karlanöfn, sem enda á -ar. Ending
þessi var algeng á fornum nöfnum,
einkum koma slík nöfn fyrir í forn-
aldarsögum. Nú hafa mörg þessi nöfn
verið vakin upp, og ný nöfn eru
mynduð með þessari endingu. Ég get
ekki fellt mig við nýmyndanir, svo
sem nöfnin Omar og Rúnar, enda er
af nægum forða að taka. í fornum
ritum koma til að mynda fyrir eftir-
talin nöfn, sem enda á -ar, auk ann-
arra algengari: Sœvar, Brynjar,
Ævar, Aljar, Borgar, Hávar, Hróar,
ísar, Sigar, Unnar, Víkar, Vatnar.
Mörg þeirra nafna, sem hér hafa
verið talin, hafa annaðhvort aldrei
verið notuð hér á landi að skírnar-
nöfnum eða þá einungis á síðustu ára-
tugum. En þau eru þó tvímælalaust
íslenzk nöfn, ef þau koma fyrir í ís-
lenzkum fornbókmenntum og lúta að
öllu leyti lögum íslenzkrar tungu.
Endurvakning fornra nafna er í raun-
inni hið þarfasta verk, því að þjóð-
inni er nauðsynlegt, að mannanöfn
séu sem flest. Slíkt kemur í veg fyrir,
að of margir verði samnefndir, og
auk þess eru mörg fornu nöfnin svo
fögur, að hverjum manni ætti að vera
ljúft að heita þeim.
7
Nú kem ég að þeim þætti í spjalli
mínu, sem ég hef kviðið einna mest,
en það er að telja upp sumar verstu
misfellurnar á nafngiftum á vorum
dögum. Því er mér að því mikill
hugarléttir, að ég hef sleppt ættar-
nöfnum. Nafnaglöp eru ærin, þótt
þau séu ekki tekin með.
Eins og áður var drepið á, er oft
töluverður vandi að láta barn heita í
höfuðið á tveim mönnum, svo að vel
fari á. Þetta á þó einkum við, ef
sveinn er heitinn eftir konu eða stúlka
eftir manni. í fornum ritum koma
fyrir nöfn á konum, sem virðast hafa
verið látnar heita eftir karlmönnum.
Þannig munu nöfnin Arnóra, Stein-
þóra og Þórodda vera til orðin. Fyrr
á tímum var stúlka heitin eftir manni,
sem hét Björn eða Bjarni, á þann veg,
að hún var kölluð Birna eða Bera.
Svo er rétt skírt. En á síðari tímum
hafa komið fram alls konar ónefni, af
því að menn hirtu ekki um að hlíta
slíkum venjum. I stað þess að mynda
kvenmannsnöfn að fornum hætti,
55