Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 67
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR
sera lengi liafa tíðkazt í íslenzkari
myndum.
Aðrar afbakanir eru skandinavísk-
ar, einkum danskar. Menn hafa ekki
látið sér það nægja að skíra börn
dönskum kónganöfnum, heldur liafa
þéir tekið upp danskar myndir ís-
lenzkra nafna. Nægir í þessu sam-
bandi að minna á nafnið Eric, sem er
býsna hjákátlegt hjá íslenzka nafninu
Eiríkur. Annað danskt nafn er Bent,
sem er gömul dönsk stytting á Bene-
dikt.
Eitt einkenni útlendra nafna er
það, hve erfitt er að vita, hvernig ætl-
azt er til, að þau séu borin fram. Ég
hef óyggjandi heimildir fyrir Jiví, að
íslenzk börn hafa verið skírð eftir-
töldum nöfnum undanfarna tvo ára-
tugi, en hitt veit ég ekki, hvort á að
bera þau fram að enskum sið eða
ekki: Edwin, Oliver, Walter, John. Á
íslenzku munu þessi nöfn hljóða:
AuSun, Ölvir, Valtýr, Jón.
Eins og ég hef áður tekið fram,
ætla ég mér ekki að fjalla um ættar-
nöfn í þessum Jiáttum. En undanfarna
tvo áratugi voru eftirtalin skírnar-
nöfn gefin í einum söfnuði: Biering,
Blómquist, Brúnó, Kaaber, Kjerne-
sted, Kröyer, Leví, Linnet, Liszt,
Lynge, Mogens, Ólsen, Ottesen, Sche-
ving, Schiöth, Schram, Smith, Swan-
holm, Welding og Wíum. Um þessi
skírnarnöfn er hezt að segja sem
minnst.
Ég hef áður minnzt á, hvernig
sveinum eru gefin nöfn, sem í raun-
inni er þolfallsmyndir nafna, en slíkt
er vitanlega ekki að réttum lögum ís-
lenzkrar tungu. Mér er ekki kunnugt
um nein Jjágufallsnöfn, og veit ég
ekki, hvers vegna Jiágufallið hefur
orðið útundan, en hitt mun vega upp
á móti því, að nóg er um nöfn, sem
gefin eru í eignarfalli. Dæmi um Jiol-
fallsnafn er Hervald, sem að réttu er
Hervaldur á íslenzku. Eftirtalin skírn-
arnöfn hafa verið gefin í eignarfalli
að undanförnu: Alberts, Arinbjarn-
ar, Ásbergs, Edvalds, Eggerts, Her-
manns, Hildibrands, Hjartar, Kol-
beins, Sigurðs, Theódórs og Þórs.
Það þarf hörkumikinn sljóleika til að
skíra menn slíkum nöfnum, sem í
rauninni eru engin nöfn að íslenzkri
málvenju. Kolbeinn og Sigurður eru
ágæt nöfn, en hitt er hrot á lögum og
óvirðing við íslenzka tungu að láta
menn heita Kolbeins og Sigurðs.
Engin takmörk virðast vera fyrir
því, hve langt menn geta gengið í
nafnavillu. Þess eru næg dæmi frá
síðustu árum, að piltar hafi verið
skírðir kenningarnöfnum, svo sem
Albertsson, Axelsson, Björnsson,
Gíslason, Jónsson, Kristjánsson og
Tryggvason. En slíkt eru ekki skírn-
arnöfn að íslenzkri málvenju. Sumir
eiga örðugt með að átta sig á því, að
ekki er hægt að skíra pilt Ingólf Arn-
arson eða Ólaf Tryggvason. Vilji
menn láta heita eftir þessum ágætu
fornmönnum, er nóg að skíra nöfn-
57