Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 72
HALLDOR KILJAN LAXNESS Breytiþróun skáldsögunnar eða dauði, amerísk spurning Ritstj óri amríska tímaritsins Books abroad, Oklahama University, sendi ýmsum rithöfundum spurníngu um það hvort skáldsagan mundi ekki hafa lifað sitt fegursta; og hvort augljós hnignun nútímaskáldsögu boðaði ekki feigð þessarar tegundar hókmenta. H. K. L. veitti svör þau sem hér fylgja (Books abroad 1958). Kæri ritstjóri: Bréf yðar er mjög athyglisvert og væri ég ekki vant við bundinn, mundi ég fúslega eyða laungum stundum til að ræða við yður þetta mál. En það vill nú svo til að verk mitt er að semja bókinentir en rita ekki um þær. Ég tel mig sagnaskáld (epic-writer) og hef einnig verið kallaður svo af öðrum, ■—- ég vona að þér skiljið orðið. Ég hygg að mönnum sé innborin hvöt til að segja frá stórmerkjuin sem orðið hafa í heiminum, og muni sú tilhneigíng seint komast úr tísku. Að segja rétt sögu er ekki auðveldur hlutur; að minsta kosti veit ég um aungvan hlut öllu torveldari. Obbinn af nútímaskáldsögum er ein- bverskonar huglægur brjósthroði sem gerir mönnum flökurt og á lítt eða ekki skylt við „frásögn af þeim stórmerkjum sem orðið hafa í heiminum“. Ef nokkuð er til í bókmentum úrelt samkvæmt eðli sínu, þá væri það einna helst slíkt útboð af slapptauguðum æsíngi, móðursýki, drykkjuröfli, brókarsótt o. s. frv. sem í þessari taugabiluðu kynslóð er oft látið koma í stað þess að segja sögu. Dægurfluga er dauð fyrir kvöld. Það er eingin ástæða til að kippa sér upp þó „hnignun“ vofi yfir þeim klígjugjarna leir sem vill láta kalla sig nú- tímaskáldsögu. En hin episka aðferð í því að fara með söguefni mun enn leingi verða mönnum jafnfreistandi og hún er torveld. Yðar einlægur. Feneyjum, sept., 1957. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.