Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 87
LJOÐBOND OG STEMMUR En þótt til væri nokkuð af fögrum kvæðum ort undir fornum rímnahátt- um þyrfti það ekki að sanna að lögin við þau, stemmurnar, væru þeim samboðin, það væri þó dólítið dular- fullt ef annar þáttur samverkandi afla í menningu þjóðarinnar væri þroska- vænlegur, fagur og bætandi, en hinn eymdinni ofurseldur og iðkendum sínum til niðurdreps. Um ljóðagerð- ina fornu orkar ekki tvímælis, upp úr þeim akri bragliða og stuðla hefur sprottið skrautið okkar: Lilja Ás- gríms munks, Aldarháttur Hallgríms Péturssonar, Hulduljóð Jónasar og Bæn eftir vissan lestur eftir Matthías, svo nefnd séu sýnishorn, og hefur bókmenntastarfsemi þessi runnið fram eins og lind í sambandi við forn- an grunn og síbreytt umhverfi, því þrátt fyrir margar aldir einangrunar, einokunar og fátæktar hefur ísland aldrei hrokkið úr bókmenntatengsl- um við nálæg lönd, en fátæktin og fjarlægðin hafa haldið hólmanum hljóðfæralausum og án nótnasöngs að mestu, og mátti það verða aðfluttum lögum ærin hindrun og vörn við stæl- ingunni. Hér varð engin laghending flutt nema með mannsröddinni einni. Yrði til nýtt lag eða tilbrigði við gamalt var það jafnaðarlega dauðanum dæmt eða gleymskunni gefið fyrir þá eina sök, að enginn kunni að bókfesta það né taldi nokkrum til nytja þótt hann kynni. En gamli þráinn með rækt við forn- ar minningar hélt við málinu, sem nefnt hafði verið dönsk tunga, og eins og áður er getið kann hann einnig að hafa haldið við söngtegund hinna norrænu þjóða, virðist mega ráða það af tónbilum fundinna lúðra og enn sunginna tvísöngs- og rímnalaga. Þráinn sá hefur því sennilega var- ið „hinn lítt logandi hörkveik“ fram á þennan dag, hvort sem tónmenning nútímans hefur það af nú og hér að hvolfa yfir hann pottinum til þess að létta öldungnum andlátið. Spyrja mætti hvaða afleiðingar fornsöngur þessi hefði þá sýnt og segja, að hann mætti missa sig, ef tregða yrði á sönnun menningar- áhrifa hans. Þar er ekki vonlaust að tónfræðing- ar hefðu svör við þótt hér verði handaskortur til varnar. En ekki er víst að tónaspretta upp úr þeim jarð- vegi þyrfti að verða foreldri sínu til minnkunar ef nokkurrar ræktar nyti. Ovenjulegar tónasamstæður og frá- hrigðileg sönghugsun gætu orðið næsta frjósamleg nú og síðar þótt áður hafi verið svelt frá þroska og setið fyrir ljósi. Má þar sem dæmi minna á iðnfyrirtæki Skúla Magnús- sonar. Þau gáfu lélega raun rekin eins og þau voru af einokunarkaupmönn- um, en nú er iðnaðurinn orðinn hald- reipi þjóðfélagsins og mannflestur at- vinnuvega. Gæti svo einnig orðið með menningarverðmæti. Þeim er líka 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.