Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 88
TIMARIT MALS OG MENNINGAR einn tími slcapaður sem sumar en annar sem vetur. Sá er þó verstur allra tíma, þegar fósturbörn einhverr- ar menningar hella sjálf yfir hana kol- sýrusnjó eða kuldablöndu einmitt þá stundina, þegar allt annað stefnir að hlýju og gróðri. Menn eru misvitrir. Farðaðan hlandkopp, fornan, úr tré myndu álits- og valda-menn Reykjavíkur þakka fyrir að fá á safnið í Árbæ, eru kannske nú þegar búnir að útvega sér gripinn og gjalda verð fyrir. En þeg- ar tilrætt er um stemmur sömu kyn- slóða og trékoppa áttu, þá er ekki fyrirferðarmikill áhuginn á að hafa þær tiltækilegar nútímamönnum; benda þó eins og áður er að vikið ýmsar líkur til að þar sé um eldforna safngripi að ræða og líklegri miklu til einhverra nytja en hið fallega þing „með fjórum gerðum", er Leiru- lækjar-Fúsi bar í messu og taldi föð- ur sinn átt hafa. Er þar af sanna en ótrúlega sögu að segja að þegar tald- ar eru tvær styrkveitingar af opinberu fé og harningur þriggja kvæðamanna- félaga fyrir áframhaldandi kvæða- kunnáttu og kveðskaparstundun þá er vel fram talið allt það, sem gert hefur verið til geymslu og viðhalds þessa sérstæða menningarverðmætis. Hefir auk heldur tilhorið og er að nokkru orsök greinar þessarar, að fært hefur verið í tal að hanna flutning kvæða- laga í útvarp, enda væri kvæða- mennska dauÖ listgrein. Færi vissu- lega vel á því að höfundur þess dánar- vottorðs kæmi sér til fróöleiks á einn kvæðamannafélagsfund eða svo og rannsakaöi hvað þar væri að gerast. Það færi varla hjá því að honum fyndist krimta í líkinu. Er þó líklega þarflaust undan honum að kvarta, þvi minni er andblástur hans en allar þær formælingar, sem fjöldi manna stefn- ir að sinfóníum útvarpsins og að áhrifalausu. Hitt er verra, sem einnig vegur þó óbeinlínis í sama knérunn, að svæsinn áróður er fluttur af stór- um flokki manna fyrir annarri gerð skáldskapar en þeirri, sem fellur að slíkum lögum og er löngum veifað sem vopni á allt bundið mál Fjölnis- dómi jónasar Hallgrímssonar, og er þá aðfinnslum hans gagnvart mistök- um haldið á lofti sem dauðadómi á notkun bragarhátta þeirra, sem kall- að er að kveðnir verði og eiga ekki annað heimili en Island. Er þess að vísu ekki að dyljast að margt bundið mál hefur verið illa ort, en langt má leita í ljóðmælum manna áður en fyrirfinnist önnur eins vitleysa og er sumt af svokölluðum óbundnum Ijóð- um, svo að ekki er þangaö betra að sækja heldur aðeins annað og engu síður leirburð. Enn má og reyna við- víkjandi leirburðarámælinu að velti því fyrir sér hvort vísnagerö, lestur og flutningur söguljóða muni eftir þeim málsflutningi eiga nokkurn rétt á sér eða frásögn í bundnu máli eigi 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.