Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir að vandasamasta framsetningin ali menn bezt upp til þeirra afreka, er með máli skuli unnin og jafnvel að stutt rímnaerindi þjálfi betur til snar- mannlegrar hugsunar en regluvana langlokur eða annað orðaskrap. Eins og sjá má af glefsum þeim sem geymzt hafa úr fornum lögum voru þau all- mikið bundin. Mátti þar hver maður finna hvort betur fór og dró þá sumt til þess að enn yrði meira af setningi gert, lausbundin ljóð yrðu æ harðara greypt í lögbundin ljóðform, þau þeirra, sem ekki leituðu sér aukins frelsis í framsetningu. Eru auðdregin dæmin á meðal tungumálanna um af- leiðingar þess kjörs. íslenzkan hélt föllum sínum að vanda en danskan týndi því, sem henni entist umhirðu- leysi til og afbakaði annað en tók lánað frá þýzkunni þegar hana skorti. Þó skiptir það minna máli í þessu sambandi, en dýrleiki íslenzkra Ijóð- mæla jókst. Fornyrðislag féll í gildi og dróttkvæði tóku við. Utlendir dansar bárust inn í landið, sumir gullfagur skáldskapur en laus í reip- unum. Nýja brumið lokkaði og breiddist út en Ijóðhefð og skáld- menning sú er fyrir var tamdi tripp- in, sjálfir dansarnir festust í formi og græddu dýrleika, urðu að hringhend- um. Nú stendur Gaudeamus igitur ís- lenzkað af dr. Jóni Helgasyni og sóm- ir sér í bók hans „Ur landsuðri" og byrjar ó fyrirskipuninni: „Kætumst meðan kostur er“, og er það hástuðlað mál, en endar á afleiðingu leikaraskaparins þessari: „Gröfin eignast okkur.“ Skáldskapurinn sjálfur, þ. e. hug- blær sérhvers ritverks — hjartarím- ið — eins og Stefán frá Hvítadal nefndi hann, mun fæðast nakinn, en hann fer ekki langt í næðingum heims- ins svo búinn. Einn sveipar hann laus- um slæðum, annar klæðir hann í spangabrynju og byggir honum að auki höll til íbúðar. Segja má, að eitt hæfi þessum, annað hinum og er þá vel ef báðir lenda á rétta staði og eng- inn skyldi lastaður fyrir að hafa ekki getu til að gefa afkvæmi sínu skrautklæði, má gott heita ef það er góðrar gerðar sjálft, hverju sem það klæðist. Þó er sú reynsla fengin með börn manna að þau komast fleiri til þroska, sem fá athvarf og umhirðu, en hin, sem fyrir vanefna sakir eða annars er ekki séð fyrir sæmilegum búningi og mætti svo einnig fara með sálarfóstrin. Benda má að vísu á Eddukvæðin, sem eru færri böndum bundin en margt annað af Ijóðum máls okkar. en lítt segir af hve mörg önduðust í æsku af systkinum Orms Stórólfsson- ar og Grettis, þótt þeir næðu sjálfir miklum þroska. Erindi Eddukvæð- anna eru þótt rímið vanti eins og ítur- vaxnir íþróttamenn, sem leyfist að ganga fram fyrir mannfjölda og halda sýningu á líkama sínum og hreyfing- um hans þótt fáar hylji hann flíkurn- 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.