Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 93
Umsagnir um bækur
Jón Jóhannesson:
íslendinga saga II.
Fyrirlestrar og ritgerðir
ura timabilið 1262—1550.
Almenna bókafélagið 1958.
Síðla árs 1956 kom út hjá ofannefndu
forlagi fyrra bindi af sögu Islendinga
eftir dr. Jón Jóhannesson prófessor, og tók
það yfir sögu bjóðarinnar frá upphafi
landsbyggðar til 1262 eða þjóðveldistímann
allan. Gekk höfundurinn sjálfur frá því
bindi að fullu og öllu. En fáum mánuðum
eftir útkomu þess, hinn 4. maí 1957, burt-
kallaðist dr. Jón á bezta aldri frá mörgum
óloknum verkefnum í þágu íslenzkra sögu-
vísinda, þar á meðal íslendinga sögu sinni,
síðara bindinu, er ná skyldi yfir tímabilið
frá 1262 til siðaskipta. Átti hann í það
mikið efni, sem var háskólafyrirlestrar hans
og ýmsar einstakar rannsóknir, er hann
bafði gert um tímabilið, en verkið var á
ýmsu stigi, sem vonlegt var, sumt fullsamið
að kalla, sumt þurfti endurskoðunar við,
m. a. samræmis vegna, og loks var samn-
ingu nokkurra þátta skammt á veg komið
eða þá vantaði jafnvel alveg. Fór þetta all-
mjög eftir því, hvernig efnið lá fyrir til há-
skólakennslu. Þar, sem eldri rit voru til,
svo sem kristnisaga dr. Jóns biskups Helga-
sonar, var ekki eins aðkallandi að Ijúka við
kirkjusögu tímabilsins vegna stúdentanna,
og enn fremur varð að taka tillit til þess og
leggja áherzlu á að ljúka fyrr þeim þáttum
sögunnar, sem mikilvægastir voru, eins og
t. d. stjórnmálasögunni eða um samskipti
íslendinga og konungsvaldsins, svo og
verzlunar- og hagsögu tímabilsins. En þótt
ritið í heild sinni væri hvergi nærri fullbúið
frá höfundarins hendi, var því þó til allrar
hamingju svo langt komið í mörgum grein-
um, að ekki aðeins þótti fært, heldur meira
að segja sjálfsagt að gefa það út sem annað
bindi íslendinga sögu hans. Var sannarlega
vel farið, að svo var gert nú þegar. Eins og
vænta mátti, er þetta rit, sem mikill fengur
er að, enda mun engum koma það á óvart,
sem þekkir til vinnubragða dr. Jóns Jó-
hannessonar, vísindalegrar hófsemi hans og
vandvirkni.
Rúmlega helmingur bókarinnar er há-
skólafyrirlestrar dr. Jóns. IJafði hann löng-
um þann liátt á, að liann lét stúdentana
skrifa fyrirlestra sína eftir upplestri, svo að
þeir gætu síðar notað þá til próflestrar. Um
útgáfu þeirra segir I’órhallur Vilmundar-
son cand. mag., sem annazt hefir útgáfu
bindisins, svo í formála bókarinnar: „Ut-
gáfu fyrirlestranna hefur verið liagað á þá
lund, að fyrst var texti höfundar borinn
saman við þrjár gerðir uppskrifta nemenda
hans frá síðustu árum. Kom þá í ljós, að
dr. Jón hafði allvíða aukið inn setningum,
t. d. nánari skýringum, svo og betrumbætt
orðalag í flutningi. T'ar sem öruggt þótti af
samanburði hinna ýmsu gerða, að treysta
mætti textanum, og hreytingarnar þóttu
ótvírætt vera til hóta, var tekið tillit til
þeirra í útgáfunni. Sérstöku máli gegnir um
fyrirlesturinn um konungsvaldið og rétt-
indabaráttu íslendinga í upphafi 14. aldar
á 45.—61. bls. Þann kafla varð að prenta
83