Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nær allan eftir nýjustu uppskriftum nem-
enda.“ Enn fremur kveðst útgefandi hafa
aukið inn meginjjorra tilvitnana í hcimildir
neðan máls, sannreynt orðréttar tilvitnanir
og livers konar staðreyndir, svo sem manna-
nöfn og ártöl, og sett millifyrirsagnir í
flesta fyrirlestrana. Hefir allt þetta og ann-
að starf að útgáfunni ekki verið vandalaust.
Fæ eg ekki betur séð en það sé unnið af
mikilli alúð og samvizkusemi.
Fyrirlestrarnir skiptast í þrjá aðalþætti:
1) Sögu konungsvalds og alþingis, þar sem
rætt er um lögbækurnar Járnsíðu og Jóns-
bók, breytingar sem urðu á stjórnskipun-
inni við lögtöku þeirra, réttindabaráttu fs-
lendinga, tekjur konungs af landinu til
siðaskipta og embættismenn konungs úti
hér, og er þessi þáttur samfelldastur. 2)
Sögu íslenzkrar kirkju, þar á meðal um
staðamál hin síðari, kristinrétt hinn nýja,
kosningar og skipanir biskupa og deilur
Ólafs biskups Rögnvaldssonar og leik-
manna um kirknamál, og nær þessi þáttur
sögunnar fram á 15. öld. 3) Verzlunar- og
hagsögu, sem nær í stórum dráttum fram til
siðaskipta. 011 er þessi saga kjarnorð og
stuttorð, víða um of, nánar uppistaða en
ívaf, enda átti höfundurinn eftir að leggja
á verkið síðustu hönd. Því eru og sumir
þættir rækilegri en aðrir, að eftir var að
vinna þá til samræmis, og loks eru þættir
eins og atvinnu- og menningarsaga og síð-
ari hluti kirkjusögunnar, sem vantar með
öllu, þar eð höfundi vannst ekki tími til að
semja þá, svo að hægt væri að birta þá.
Lesendur mega því ekki búast við, „að í
þessu bindi sé að finna samfellda sögu
landsins á umræddu tímaskeiði, eins og
höfundur hefði sjálfur viljað gera þá sögu
úr garði“, eins og útgefandi tekur réttilega
fram í formála bókarinnar. Þrátt fyrir það
tel eg mikinn feng að fyrirlestrum þessum.
Og þcir eru minningu höfundarins til auk-
ins heiðurs.
Síðari hluti bókar er safn nokkurra rit-
gerða höfundarins, er fjalla um sama tíma-
bil. Ilöfðu þær allar birzt áður í ýmsum
ritum, og er vel að fá þær saman á einn
stað. Ritgerðir þessar eru: Hirð'Hákonar
gamla á Islandi; Réttindabarátta íslend-
inda í upphafi 14. aldar; Gizur bóndi galli
í Víðidalstungu; Reisubók Bjarnar Jórsala-
fara; í Grænlandshrakningum 1406—1410,
og Skálholtsför Jóns biskups Arasonar
1548.
Bókin er prýdd allmörgum myndum, sem
fara vel við efnið, og hefir dr. Kristján Eld-
járn þjóðminjavörður annazt val þeirra.
Sérstaklega ber að þakka vandaða og ræki-
lega nafnaskrá við bæði bindin, er fylgir í
síðara bindinu. Að ytra búningi er bókin
að öðru leyti vel og myndarlega úr garði
Ber- Guðni Jónsson.
Jóliann Hjálmarsson:
Undarlegir fiskar
Rvík, IJeimskringla 1958.
Við sem höfum fæðst með ofurlitla von
ofurlitla von ekki stærri en augu barnsins
sem gekk áðan yfir götuna
og nam staðar á horninu við húsin fjögur
sem mynda kross
eins og Kristur bar
eins og Kristur var festur á
En einnig þetta barn
hefur fæðst með ofurlitla von
ofurlitla von eins og við
og á liverju kvöldi gefur það mönnunum
sem óttinn kvelur
ofurlítinn hluta af sinni ofurlitlu von
etta er fyrsta ljóð bókarinnar og hér
valið sem sýnisliorn. Innihald hennar
er nokkur smáljóð, hvert um sig nafnlaust,
en flokkar þeirra bera heiti; órímuð, sum
84