Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þú hugsar nú, flokksbróðir, livað sem
þú vilt. —
Eg liorfði þrotlaust á meyna,
þótt atkvæði hennar væri ekki gilt
við alþingiskosningu neina.
Eg fékk ekki við þeirri furðu gert,
hinn framboðni Guðmundur Ingi,
að mér fannst nú annað meira vert
en menn eða frumvörp á þingi.
Og það á sjálfan kjördaginn og frambjóð-
andinn í atkvæðasmölun.
A sprettum verða mikil tilþrif í sumum
kvæðum hans. Það er engin lognmolla yfir
lýsingunni á gamla lireppstjóranum og
vandalaust að sjá hann fyrir sér:
Sástu, hvernig hann var reiður?
Herðamikill, ennisbreiður,
orðahvass og orðagreiður
yfir jötunmagni bjó.
En er liætt var liverjum fundi,
hlý og einlæg kveðjan mundi.
Hvað sem þaut og hvað sem dundi,
hann var allra vinur þó.
Af öðrum minnisstæðum ljóðum bókar-
innar mætti nefna „Músarrindil“, „I fjár-
húsi“, „Þegar borgin brann“ og síðast en
ekki sízt „Velkomin, rigning" sem er fín-
gert kvæði, hlýlegt og saman sett af til-
gerðarlausri íþrótt.
Guðmundur Ingi þyrfti að kynnast fram-
andi þjóðum og löndum. Einangrun hefur
háð skáldgáfu hans, og hann er enn svo
ungur, að minnsta kosti í andanum, að
ferskir vindar eiga áreiðanlega greiða leið
að strengjum hans. Mætti þá svo fara, að
hann ætti eftir að vaxa enn að mun og
verða meira en góðskáld.
Þ. G.
Höfundur Njálu
safn ritgerða eftir
Barða Guðmundsson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Rvík 1958.
Hér eru saman komnar ritgjörðir Barða
Guðmundssonar fimmtán að tölu og
hafa fimm þeirra ekki verið prentaðar áður.
Efni tólf þeirra er eins og heiti bókarinnar
bendir til, leit að höfundi Njálu eða réttara
sagt leit að röksemdum til stuðnings þeirri
hugmynd að höfundur hennar hafi verið
Þorvarður Þórarinsson, því að Barði virð-
ist þegar í upphafi sannfærður um að svo
hafi verið. I tveim ritgjörðum er rætt um
aðrar sögur, en þó eru þær tengdar aðal-
rannsóknarefninu, — og í þeirri þriðju er
leitað fyrirmyndar einnar sögupersónu í
Njálu, án þess að sveigt sé að Þorvarði Þór-
arinssyni sem höfundi sögunnar.
Þessa bók má lesa með að minnsta kosti
tvennum hætti; hana má í fyrsta lagi lesa
líkt og leynilögreglusögu, gefa sig á vald
höfundinum og njóta skemmtunarinnar og
listarinnar, en að öðrum kosti má lesa hana
sem vísindarit með vökulli gagnrýni og
verður hún þá seinlesin því að oft verður að
nema staðar og athuga betur heimildir,
vega og meta röksemdir.
Það skal sagt strax að hér er ekki unnt
að kveða upp dóm um höfuðniðurstöður
Barða. Efnið er víðtækara en svo að því
verði gjörð skil í ritdómi, — til þess þyrfti
langa ritgjörð, jafnvel heila bók á borð við
þá sem hér er til umræðu, — og er auðsætt
að miklu auðveldara hefði verið við þetta
að eiga, ef Barða hefði auðnazt að koma í
framkvæmd því áformi sínu að gjöra úr
þessum ritgjörðum eina samfellda bók um
leit sína að höfundi Njálu, þar sem hefði
mátt vænta að hann hefði greint betur á
86