Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 78
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
Hann getur ekki lesið sjálfur."
Ég las kvæðið „Ólífuakur Jaens“:
Olífuakurinn
opnast og lokast
eins og blævængur.
Yfir ólífulundinum
er himinninn djúpur
og fellir myrkt regn
af köldnm stjörnum.
Skuggar og sef skjálfa
á bökkum fljótsins.
Liðast grátt loft.
Ólífulundimir
eru þungaðir
ópum.
Hópar
ófrjálsra fugla
bæra löng stél sín
í myrkrinu.
„Kernur heim. Ef staðið er á miðj-
um ólífuakri, milli tveggja trjáa, blas-
ir við manni bein röð af trjám, sem
minnir á lokaðan blævæng. Standi
maður á bak við eitthvert tréð opnast
trjáraðirnar eins og blævængur. Og
ef reikað er milli trjánna minnir lund-
urinn á stóran blævæng, sem opnast
og lokast á víxl. A ólífuökrunum er
mikið fuglaþvarg. Þrestirnir flykkjast
þangað í hópum og láta ófriðlega,
jafnvel á næturnar, þegar þeir eru
fangar myrkursins og verða að bírast
í trjánum. Haltu áfram.“
Þessi ungi maður bafði stritað á
ólífuökrunum við illan kost. Hann
hafði ltarizt fyrir lífi sínu meðal ó-
lífulundanna. En þessi tré voru hon-
um hugþekk og kvæði Lorca snart
streng þeirrar ástar, sem hann bar til
þeirra. Ef til vill hefði hann siður
hrifizt, ef ljóðið hefði sagt frá mann-
legum harmleik milli trjánna. Mér
er kunnugt um að hann sneri aftur til
skotgrafanna í þeirri trú, að Lorca
væri „hans“ skáld og þessvegna bylt-
ingarsinnað skáld. Og þó hafði Lorca
ort kvæðið um ólífulundinn á ungl-
ingsárum sínum, — eða 1921, þegar
hann vann að því, ásamt tónskáldinu
Manuel de Falla og málaranum Igna-
cio de Zuloaga, að blása nýjum lífs-
anda í andalúsíska þjóðhætti og sög-
ur í Fiesta del Cante Jondo.
Það var ekki morðið á Lorca í
Granada, sem gerði hann nafnfrægan
og vinsælan meðal alþýðu Spánar,
eins og nærtækt væri að álykta. Svip-
uð áhrif og ég hef reynt að lýsa hér
að framan — vakin af samruna til-
finninga, sem eru einstaklingsbundn-
ar, en þó svo einfaldar, ævafornar og
sameiginlegar öllum Spánverjum, að
þær ná tökum á almenningi og vekja
hugsunina af dvala — hafði eitt af
minniháttar verkum Lorca miklu
fyrr, og beinlínis sem áróðursvopn
fyrir lýðveldissinna.
Leikrit hans, Mariana Pineda, sem
er byggt á sögulegum heimildum, var
frumsýnt 1927. Einveldið var þá kom-
ið að fótum fram og konungshásætið
riðaði til falls. Þjóðin krafðist þess
af æ meiri þunga, að stjórnin gæfi
skýrslu um hörmungarnar í Marokkó,
268