Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 96
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
f...] Það var eins og þetta einkennilega
hljóð, sem engu öðru var líkt hefði flutt
hana í draumi út í eitthvert afskekkt töfr-
andi sveitaþorp.
Dyrabjöllunni var hringt ...
og veizlan heldur áfram. Þar með er
draumurinn búinn, og á honum er
hvorki haus né hali. Nema hér sé um
að ræða einhverja táknræna dulda
merkingu; hún er þá mjög vandlega
dulin.
Athyglisverðast um þetta síðasta
dænii — og fjölmörg önnur slík, því
það er af nógu að taka í bókinni —
er að það væri ekki fjarri lagi að líta
á það sem kjarna í ljóði; og að vísu
virðirt innblásturinn í þessum kynd-
ugu smábrotum vera svipaðrar ættar
og í Ijóðum Pasternaks. En jiar skilur
milli feigs og ófeigs að Pasternak get-
ur með hjálp skáldskaparins gert eitt-
hvað úr þessum hugdettum jafnvel þó
þær séu á takmörkum þess að vera
tjáanlegar, en í skáldsögunni eru þær
næsta fáránlegar, ekki sízt fyrir þá
sök að höfundur virðist halda að þær
beri í sér slíkt „sprengiefni“ í sjálfum
sér að hann geti tyllt þeim svo að
segja hvar sem er án jiess að hirða
um samskeyti. Þessi skáldlegu brota-
brot verða manni þreytandi ásteit-
ingarsteinar við lestur Sívagós lœkn-
is, og eru ein hliðin á samhengisleysi
verksins.
En það væri varla rétt að skoða
þessar einkunnir sem nú hefur verið
drepið á einungis sem mistök ljóð-
skáldsins í viðureigninni við form
skáldsögunnar. Orsakir þeirra liggja
dýpra og upplýsa okkur betur um
andlega afstöðu Pasternaks en í fljótu
bragði gæti virzt.
Skorturinn á samhengi, skorturinn
á þróun, og hinn grunnfærni impressí-
ónismi þessarar skáldsögu, kynni sem
ssgt að vera meira en formseinkenni;
mér er nær að halda að hér sé um að
ræða býsna óljúgfróð merki um lífs-
skoðun manns sem ekki trúir á neitt
skynsamlegt samhengi í heiminum,
en sér hsnn sem óskapnað tilviljunar-
kenndra brota; hitt er svo annað mál,
og þó eðlileg ranghverfa hins fyrr-
nefnda, að Pasternak trúir á yfirskil-
vitlegt samhengi hluta og fyrirbæra
(hin gamla rómantíska hugmynd um
verki þá virðingu sein góðnr höfundur á skilið. Nokkrar þeirra þýðinga á Sívagó lœkni
sem komu út í fyrra reyndust að vera fyrir neðan allar hellur, t. d. sú enska. Ég er
hræddur um að sú íslenzka muni ekki bæta samvizkureikning útgefendanna, og get ég
ekki sagt um hvort þýðandi ber þar alla sök, eða hvort þýðingu þeirri sem hann fer eftir
er að einhverju leyti um að kenna. — Þegar ekki er þýtt eftir frumtexta er raunar dóna-
skapur að geta þess ekki eftir hvaða þýðingu er farið. — I nokkrum tilvitnunum hef ég
ekki komizt hjá því að leiðrétta textann; ég fer þar eftir frönsku þýðingunni, scm hefur
verið sögð alltraust. Að minnsta kosti getur maður þar vanalega skilið meiningu setning-
anna; það er ekki alltaf hægt í íslenzku þýðingunni, sem auk þess „banalíserar" stílinn
meira en leyfilegt er.
286