Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 117
JÓIIANN HJÁLMARSSON
Athugasemd við ritdóm
T seinasta hefti Tímaritsins l)irtist ritdómur eftir Þorstein Þorsteinsson um Erlend nú-
tímaljóð. Þorsteinn Þorsteinsson mun vera úngur menntamaður, sem stundar nám
erlendis. Ekki hef ég séð aðrar ritsmíðar eftir hann á prenti, byrjendaeinkennin eru aug-
ljós. Hann skrifar um hók, |iar sem tólf þýðendur þýða ljóð eftir fjörutíu og þrjú skáld af
sautján þjóðernum. Fyrir utan botnlaust þvaður, eins og sænsk ljóðlist á þessari öld hafi
ekki verið öllu meira en bergmál af því sem betur var gert annars staðar, þá eyðir höf-
undur öllu rúmi sínu með því að ráðast á þýðíngu á einu Ijóði eftir undirritaðan. Iföf-
undurinn segir reyndar uni fyrrnefnda fullyrðíngu: „ég verð að játa að ég er hér að fara
út í sálma sem ég kann illa“. Ég er hræddur um að sálmalærdómur hans sé ekki upp á
marga fiska, öll ritgerðin ber merki þess. Aff skrifa um bók eins og þessa krefst vissrar
þekkíngar og sanngirni, það getur ekki hvaða auli sem er slett úr penna sínum og sagt:
þannig er þetta, eða þannig á þetta að vera. Táknrænt er þaff aff ekkert hefur veriff skrifað
um þessa hók af viti, ritdómarar hlaðanna kjósa þögnina, einn ritdómari liefur tekiff til
máls fyrir utan Þorstein, og hann fellur nákvæmlega í sömu gröfina: smásmugulegt kjaft-
æði sem eingu máli skiptir. Ekki hýst ég við aff Þorsteinn hafi grandskoðaff þýffíngar
annarra í bókinni, það er að minnsta kosti ábyggilegt að hann þekkir lítið til sænskrar
ljóðlistar, en hversvegna liann skrifar ritdóminn ekki eingaungu sem ritdóm um mínar
þýðíngar og lætur það vera að lala um Erlend nútímaljóð í þessu samhandi, skil ég ckki.
Sjálfsagt er það yfirskin til að lireyla út úr sér óhróðri í minn garð, reyna að lítilsvirða
framlag mitt til bókarinnar. Ég skal fúslega játa það, að þýðíngar á Ijóðum eftir García
Lorca er injög djarft uppátæki, sum ljóð lians eru nær því óþýðanleg á íslensku og ljóff
hans njóta sín aldrei til fulls nema á því máli sem þau urffu lil á: spænsku. Islendíngar
hafa líka mjög ákveðnar skoðanir á verkum García Lorca, það gerir þýðíng Magnúsar
heitins Asgeirssonar á Vögguþulunni úr sjónleiknum Blóðbrullaup. Ég er smeykur um aff
Þorsteinn segði ýmislegt misjafnt um þá þýðíngu ef hann bæri hana saman viff frum-
málið. Og Þorsteinn myndi einnig roðna ef hann færi að bera aðrar þýðíngar Magnúsar
saman við erlendu textana. Magnús Ásgeirsson þýffir nefnilega ekki ljóff eins og Þorsteinn
virðist álíta að eigi að þýða ljóð, þýðíngar hans verffa aldrei óheflaðar skólaþýðíngar
307