Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 22
TIMARIT MALS OG MENNINGAR kannast máske betur við hana undir öðru nafni, Graudenz), en áin er Visla, segir okkur flugstjórinn, þ. e. Weichsel — „fljótið forna og fræga“. Hún rennur þarna bugðótt og breið milli ísa. Það virðist vora seint þarna syðra, en dagurinn er bjartur, og er sunnar dregur þynnist snjóbreiðan, landið er hér aðeins dröfnótt. Húsum fjölgar óðum, byggðalögin færast saman, við nálgumst Varsjá. í fjarska sést marka fyrir borginni í hvítblárri móðu. Loks tekur vélin stóran sveig og lækkar flugið. „Warszawa,“ kallar flugfreyjan — „spennið beltin.“ Or- fáum mínútum síðar stöndum við á pólskri grund. Breiðleit og broshýr ung stúlka bíð- ur okkar á flugstöðinni og fer með okkur í bíl inn til borgarinnar. Nú verður mér ljóst að tónamál Chopins, sem ég þykist skilja, er ekki mál hvers- dagsins í landi hans, og að það er jafn bagalegt sem leiðinlegt að kunna ekki tungu þeirrar þjóðar, sem maður gist- ir. En úr því verður ekki bætt. Við tölum bendingamál við stúlk- una og kryddum það glósum úr frönsku, eða öllu heldur golfrönsku af minni hálfu, og engilsaxneskum al- þjóða orðum, en eyðurnar eru marg- ar, þagnirnar langar og óþægilegar. Sem við ökum þarna á fleygiferð eft- ir óralangri, steinlagðri brautinni, fram með ökrum og svörtum trjám á sólbjörtum morgni finn ég sárt til þess hve „framandi“ og mállaus ég er. Það gufar upp af jörðinni, grátittlingarn- ir fljúga tístandi upp af hrossalaðs- hrúgunum á götunni og forða sér í of- boði upp í greinar trjánna undan bílnum. „Grænum ofar greinum“ dettur mér í hug úr vorlagi Chopins, greinarnar eru að vísu ekki enn græn- ar, en það er samt vor í lofti. „Wi- osna“ heitir lagið á pólsku og þýðir vor. „Wiosna!“ kalla ég til stúlkunn- ar í framsætinu og bendi út á fuglana og sólskinið. „Wiosna!“ endurtekur hún hlæjandi -— „tak, tak, — oui!“ Við í aftursætinu erum eins og kom- in nær þessum manneskjum — bíl- stjórinn virðist fá kipp í sig og herð- ir nú aksturinn. Við drögum uppi hestvagn með stóru hlassi og tveim hrossum fyrir, sem lötra áfram fót fyrir fót. Vagn- inn skröltir áfram ■— ekillinn situr álútur með húfu niðri í augum og keyri við hlið. Hann lætur sem hann heyri ekki í bílhorninu eða sefur kannski. Bíllinn hrökklast út á götu- brún og skríður naumlega fram fyrir hestvagninn. Bílstjórinn sendir kúsk- inum tóninn, en fær eitthvað ómeng- að til baka. Stúlkan lítur hálfvand- ræðaleg aftur fyrir sig til okkar en brosir breitt. Við brosum aftur til hennar. Nú erum við komin inn í úthverfi Varsjár, og ekki líður á löngu áður en við ökum um nýjar, opnar, breið- ar götur borgarinnar með miklum húsabáknum á báðar hliðar. Marszal- 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.