Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 6
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR hnökrar hafi komið' á kærleiksband Noregs og Bandaríkjanna, eins og þegar Norðmenn ætluðu að grýta hershöfðingjann Speidel, eða þegar þeir eru að agnúast við Franco af óskiljanlegum ástæðum, —- þá hefur Hallvard Lange vissulega ekki verið kennt um. Hann hefur alla tíð verið bandalaginu diplómatískur jafnvægisauki. Hann liefur verið öllum hnútum þess kunnugur, engin hætta var á að hann flanaði að neinu, og liinum auðmjúkari var óhætt að fylgja honum eftir. En þegar kom fram í dagsljósið hvaða hlutverk Noregi var ætlað í bandalaginu: að vera tátylla Ameríkumanna í pókerspili þeirra um líf mannkynsins, þá bilaði Hallvarði hetju- lundin og hann kvaðst vísa frá sér allri ábyrgð. Ekki þó með sömu rökum og Bandaríkin, því land eins og Noregur getur ekki réttlætt sig einfaldlega með því að það sé hafið yfir gott og illt: það hefur ekki liið' beina umboð frá alvaldinu eins og Bandaríkin. Nei, Hall- vard Lange bar enga ábyrgð vegna þess að hann vissi ekkert, það væri aukinheldur, sagði hann, hin mesta ósvífni og móðgun við Norðmenn að láta sér detta í hug að þeir stuðluðu að lofthelgisbrotum og storkunum við heiðraðan nágranna. Nú dettur manni ósjálfrátt í hug málsvörn ýmissa þýzkra hershöfðingja eftir síðasta stríð. Þeir kváðust ekki bera neina ábyrgð á glæpinn Hitlers, því þeir vissu ekki að Hitler bafði notað þá til að fremja glæpina. Þetta liggur að vísu nokkuð skakkt við rökfræðinni; og eins sýnist Hallvard Lange vera kominn í slæmt rökfræðilegt öngvegi, — nema hann hafi ekki vitað að land hans er í hernaðarbandalagi með Bandaríkjunum. En pólitísk mistök kosta líka ábyrgð, og utanríkisráðherra Noregs hefur samkvæmt yfir- lýsingu sinni verið boðberi Atlantshafsbandalagsins bæði fyrir sinni þjóð og öðrum, án þess að bafa fullnægjandi vitneskju um starfsemi þess, sjálfur ginningarfífl, öðrum ginn- ingarbeita. Ekki má þó búast við að hann, eða þeir stjórnmálamenn sem hafa litið á hann sem fyrirmynd, muni draga svo rökréttar ályktanir af þessari fræðslu að þeir blygðist sín. En þær þjóðir eru margar sem Bandaríkjamenn liafa teygt inn í sín mörgu bandalög til að verja frelsið, siðferðið og friðinn, og einhverjar þeirra mun hin opinbera sýnikennsla unt eðli varnarbandalaganna vekja til umhugsunar, og endurskoðunar á forustu leiðtoga sinna. S.D. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.