Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stúlka eins og þú bíður árangurslaust eftir æfintýraprinsinum. Nú á tímum eru það peningarnir, sem gilda. Hinir æskufríðu garpar þora ekki að nálgast þig, því að þeir halda, að þú eigir ekki grænan eyri. En þeir hafa rangt fyrir sér. Nú á þessu augnabliki ákveð ég að gefa þér tuttugu þúsund krónur í heimanmund. írin mátti ekki mæla af fögnuði. — Tuttugu þúsund krónur! . .. gat hún loks stunið upp. — Er hægt að hugsa sér betri systur! sagði Ella með tilfinningaríku and- varpi. — Það er nú svo, sagði Púttji, engu síður gagntekin en hinar, hvað sem þið segið, þá er ég góð stúlka. Þessar tuttugu þúsund krónur er allt sem ég á, og ég gef þér það allt saman. 3 Ella var komin heim fyrir leiksýningu frá þessum manni, sem átti að sjá um stöðuveitinguna. Hún var döpur í bragði. -— Er eitthvað að? spurði Púttji áhyggjufull. — Það liggur við, svaraði Ella. — Hvað kom fyrir? — Smámunir . . . Þetta hefði verið í lagi, og ég hefði fengið veitinguna þegar í stað, en sá gamli stóð fast á því, að það væri ekki ókeypis. — Krefst hann peninga? — Nei, alls ekki. Það lítur út fyrir, að honum hafi litizt á mig, og ... — Nú! Púttji varð hugsi. írin líka. Ella þagði. -— Hvað sagðirðu við hann? spurði Púttji eftir dálitla stund. — Hvað ætli ég hafi sagt svo sem? svaraði Ella snögg upp á lagið. Þú ímyndar þér þó ekki, að ég tali við, að ég geti yfirleitt talað við svona mann? Þú þekkir lífsreglur mínar og .. . — Svona, svona, greip Púttji skelfd fram í, misskildu mig ekki. Ég veit, að þú ert heiðvirð stúlka . . . En samt sem áður . .. hvernig endaði þetta? — Ég fór. Stakk hann af. Ég sagði honum, að það væri eins gott að vera stöðulaus. Fyrr kýs ég dauðann en víkja af götu siðprýðinnar. — Þetta var vel sagt hjá þér, samsinnti írin. — Ágætlega, tók Púttji undir. Og hann, hvað sagði hann? — Honum fannst þetta hlægilegt. Hann sagði, að ég skyldi hugsa mig um, því að um framtíð mína væri að tefla, og hann væri fús til að hjálpa mér. Ég X 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.