Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
uin er sýnt í Löflu I. Vátryggingarið-
gjöld fiskibáta voru greidd. Af rekstr-
arvörum sjávarútvegs og landbúnað-
ar voru ekki greidd nein þeirra að-
flutningsgjalda sem á voru lögð með
lögunum. -— Niðurgreiðslur innlends
vöruverðs voru inntar af hendi úr
ríkissjóði, eins og áður segir. —
Framlög vegna misgóðrar aðstöðu til
útflutningsframleiðslu voru aðeins
vinnslubætur á smáfisk.
Yfirlit yfir áætlaðar upphæðir
framlaga þessara 1957 í upphafi árs-
ins er sýnt í töflu II, dálki 1, og yfir-
lit yfir áætlaðar tekjur ársins 1957 í
upphafi ársins er sýnt í töflu III, dálki
1. Yfirlit þessi koma ekki heim við
greiðsluyfirlit Utflutningssjóðs 1957
af þeim ástæðum 1) að greiðsluyfir-
litið miðast við almanaksárið, en ekki
greiðslur vegna framleiðslu ársins,
sem skiptast niður á nokkur ár, 2) að
niðurgreiðslur innlends vöruverðs
voru inntar af hendi úr ríkissjóði og
3) að ívilnanir um greiðslu innflutn-
ingsgjalda af rekstrarvörum sjávar-
útvegs og landbúnaðar koma ekki
fram á greiðsluyfirliti.
Þegar Útflutningssjóður tók til
starfa, voru tekjur hans 1957 áætlað-
ar 416,3 milljónir króna, en útgjöld
hans 432,4 milljónir króna. Otflutn-
ingssjóður hóf þannig starfsemi sína
með áætluðum árshalla að upphæð
16,1 milljón króna. Sakir aflatregðu
1957 drógust tekjur og gjöld Útflutn-
ingssjóðs saman á þvi ári, tekjur ]ió
meira en gjöld. Greiðsluhalli Útflutn-
ingssjóðs 1957 varð þannig 34,0 mill-
jónir króna. Til niðurgreiðslna vöru-
verðs var varið 101,5 milljónum
króna eða 17,4 milljónum króna
meira en áætlað hafði verið.
1 sanmingum um starfsgrundvöli
sjávarútvegsins 1958, sem gerðir voru
í desember 1957, var sj ávarútveginum
heitin nokkur hækkun framlaga. í
árslok 1957 var talið, að afla þyrfti
1958 umfram tekjur 1957 til Útflutn-
ingssjóðs tekna að upphæð 93 millj-
ónir króna og til rikissjóðs 99 millj-
ónir króna.
ii. Viðbótarfjár þess, sem á vantaði
í ríkissjóð 1958 var aflað með nýrri
löggjöf, lögunum „um útflutningssjóð
o. fl.“, sem samþykkt voru á Alþingi
29. maí 1958.
Ákvæði síðari útflutningssjóðslag.
anna um greiðslur úr Útflutningssjóði
til sjávarútvegsins tóku gildi 15. maí
1958. Tímabilið 1. janúar — 14. maí
1958 var millifærslukerfið óbreytt frá
því, sem það hafði verið 1957, að
öðru leyti en því, að framlög til
sj ávarútvegsins voru hærri en þau
höfðu verið 1957.
Með síðari útflutningssjóðslögun-
um var gerð ein grundvallarbreyting,
ein skipulagsbreyting og þrjár meiri
háttar breytingar auk smærri breyt-
inga. Grundvallarbreytingin var sú,
að afnumdar voru ívilnanir um
greiðslu innflutningsgjalda af rekstr-
arvörum sjávarútvegs og landbúnað-
196