Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR andlega arfleifð þjóðarinnar og liafi gerzt annað tveggja, nema hvorttveggja væri: hlægileg hermifífl erlendrar tízkumenning- ar ellegar sjúk örverpi úrkynjaðra borgara. Aköfustu talsmenn yngri kynslóðarinnar telja hinsvegar að gamla ljóðformið sé orðið úreltur skynjanamiðill sem höndli ekki inntak hins nýja tíma, heldur reyni að bjargast á steinrunnu og innantómu hátta- kerfi. Milli þessara tveggja skauta rólar svo þorri lesenda og veit varla í þennan heim né annan. Hér er um meira vandamál að ræða en sumir kynnu í fljótu bragði að ætla, því í sannleika sagt grípur það inn í sjálfa kviku þjóðmenningarinnar. Sé það ekki einskær veizlulygi að skáldskapurinn — og þá ekki sízt ljóðið — hafi bjargað lífi íslendinga á liðnum öldum, þá gæti það orðið örlagaríkl ef slík bjargvættur yrði allt í einu að mein- vætti í augum þess hluta þjóðarinnar sem föstustum fótum stendur á grunni fortíðar- innar. Það virðist þessvegna mikils um vert, ef talnabandið góða á ekki að slitna, að allir ljóðunnendur, hvort heldur af gamla skólanum eða nýja, reyni að komast til sam- eiginlegs skilnings á vandanum — og ein- blíni ekki um of á keisarans skegg. Þetta flýgur mér óhjákvæmilega í hug um leið og ég fletti tveim nýjum bókum eft- ir rúmlega tvítuga höfunda, sem ég tel eiga erindi til eldri sem yngri lesenda vegna þess hvemig þar er reynt að túlka einmitt þau tvö meginfyrirbæri þjóðlífsins sem valda fyrrnefndri spennu milli kynslóðanna. 2 Hér er þá fyrst Tannfé handa nýjum heimi, ljóðabók eftir Þorstein Jónsson frá Hamri sem Ásta Sigurðardóttir hefur prýtt myndum. Skáldið helgar Dagnýju dóttur hjóna útgáfuna og gegnt tileinkuninni birt- ist fyrsta myndin: ung og björt hulda sem réttir fram lófa með glóandi steini í. Hún veldur því að maður skoðar einnig hinar myndirnar þegar í stað. Eg er engi kunn- áttumaður á þessu sviði, en þó virðist mér sem þær beri höfundi sínum, hinni gáfuðu skáldkonu, fagurt vitni: séu stílhreinar og sumar gæddar sjaldgæfu yfirbragði tiginnar bernsku. Inngangsl jóð bókarinnar er á þessa leið: Það býr maður í húsi og dvelur fyrir sér við flökt hamhleypunnar í snœljósinu; í húsi þessu er eilífrökkvað; í húsi þessu kemur óttinn á brjóst sofanda og vefur honum drauma. I fyrsta kafla stendur svo skáldið við kynjatré veruleikans sem það neyðist til að gista og skoða. Og uppruninn segir brátt til sín: fjármaðurinn, sonur bónda, minnist lífsgilda bernskustöðvanna, hann veit að þau bíða hans enn, en „hornið er löngu þeytt“. Jafnvel þokan hefur snúið baki við gömlum vini -— liðnir dagar eru aðeins draumsveipar. Skáldið hefur eignazt barn, nýjan heim, og gefur því „ofurlitla undrun“ í tannfé. Von þess líkist fornri þulu. Og í kaflalok er smalinn orðinn skógarmaður, sekur í sinni heimamörk, en segist þó „hvergi fara né leita hælis í öðrum skóg- um“. I öðrum kaflanum ríða dæmdir menn fyrir björg, en eggteinninn á sverði skálds- ins er blánaður. Umhverfið verður æ vá- legra: Þúngur stormur sem þrœðir í skógi þyrnóttan veg kaldur stormur og kvikur af rógi ástin mín sofðu, ef eitthvað skeður ég er hér vopnaður: mörg eru veður og undarleg. Svo fast sækir arfleifðin á að hvert kvæð- ð af öðru verður háttbundið. Þeystur er helvegur og náttfarar lesa jökultroðninga 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.