Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sín fyllilega og vakti mikla hrifn- ingu. Hjarta Chopins er geymt í Kross- kirkjunni í Varsjá. Við komum þang- að á sunnudagsmorgun er messa stóð sem hæst. Kirkjan var troðfull út að dyrum — margir stóðu í aðalgangi — aðrir krupu við bænagjörð í afhýsum hinnar miklu kirkju. Ég gekk að kór- stafnum með minningartöfiunni og lagði nokkrar rauðar rósir á stall súl- unnar undir nafn tónskáldsins. Þar var lárviðarsveigur fyrir, en ekki gat ég lesið á borða hans. Nú vorum við ekki lengur gestir tónvísindamannafundarins heldur þeirra er stóðu að Chopin-samkeppn- inni. Þessvegna vorum við flutt ásamt öðrum gestum á annað hótel — Hótel Bristol —, en þar bjuggu dómendur. Nú komum við í annað, fornlogra umhverfi, skammt frá gamla borgar- hlutanum, Nowy Swiat (Nýja-heims- gata) og Krakowskie Przedmiescie (Krakár-stræti); eru hvorttveggja frægar götur og mér löngu kunnar af myndum. Hotel Bristol stendur ská- hallt móts við Krosskirkju. Það er „gamaldags“ í góðum skilningi, nota- legt að búa í því. En gamalt er það eins og flest önnur hús aðeins í tak- mörkuðum skilningi, því það var endurreist eins og nær öll hús borgar- innar önnur, þó óbreytt sé að mestu frá fyrri tíð. Á Bristol hittum við tvo hálflanda okkar, þá Sven Brandell próf. frá Stokkhólmi og Reimar Rief- ling frá Osló. Þeir voru báðir til- kvaddir í dómnefndina. Þegar gengið er í norður frá hótel Bristol verður fljótt fyrir manni súla ein mikil, er ber líkneskju Sigmundar III, Vasa, konungs Pólverja (og um skeið einnig Svía), sonarsonar Gust- avs gamla Wasa. I námunda við hana eru rústir konungshallarinnar, sem er eitt þeirra fáu stórhýsa, sem enn hafa ekki verið reist á ný, enda munu naz- istar hafa lagt sig sérstaklega fram við eyðileggingu hennar og ekkert áhlaupaverk að koma upp jafnstóru og íburðarmiklu skrauthýsi. Eu ef gengið er lengra, taka við þröngar, krókóttar götur með fornurn kirkjum, höllum og höfðingjasetrum, listasmíð- um, fagurlega skreyttum. Við göng- um gegnum gömul borgarhlið og stöndum eftir stutta stund á hinu forna Ráðhústorgi borgarinnar. Þetta er elzti hluti Varsjár — mörg hundr- uð ára gamall, þ. e. a. s. allt er hér nákvæmlega eins og það var, húsin meir að segja eins og merkt tímans tönn — og þó stóð ekkert þeirra uppi árið 1945. Það er til marks um fyrir- hyggju og framsýni menntamannanna pólsku, að þegar á hernámsárunum, er öllum háskólum og vísindastofnun- um var lokað — tóku stúdentar í húsagerðarlist sig saman og mældu upp öll þessi gömlu hús á laun — hátt og lágt — dulbúnir sem rafvirkjar, málarasveinar, viðgerðarmenn, um- boðsmenn vátryggingafélaga. Þeim er 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.