Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 57
MILLIFÆRSLUKERFIÐ
III
Mælikvarðinn á raunhæfni gengis-
skráningarinnar fyrir útflutningsat-
vinnuvegina er nýting fiskiskipaflot-
ans. En góðri nýtingu fiskiskipastóls-
ins mun alla jafna fylgja mikil fjár-
festing í honum. Árleg yfirlit yfir nýt-
ingu fiskiskipastólsins eru ekki tekin
saman. Á fjölda báta á vetrarvertíð
og sumarsíldveiðum verður þess
vegna aðeins drepið. I5ótt heimildir
um fjárfestingu í sjávarútveginum séu
betri en um nýtingu fiskiskipastólsins,
verður ekki reynt að draga saman
yfirlit yfir fjárfestingu þessa. Afkasta-
geta fiskvinnslustöðva undanfarin ár
hefur verið meiri en svarar til afla.
Ný fjárfesting í fiskiðnaði síðustu ár
er af þeim sökum ekki bending um
hag fiskiðnaðarins. Að annarri fjár-
festingu en aukningu fiskiskipastóls-
ins verður þess vegna ekki vikið.
Bátum á vetrarvertíð 1957—1959
fór fjölgandi, eins og séð verður af
yfirlitinu í töflu VI. Fjöldi báta á
vetrarvertíð 1959 var 435, en 340
1956. Jafnframt hefur farið hækk-
andi, þó ekki jafn ört, tala báta á
sumarsíldveiðum, eins og einnig verð-
ur séð af töflu VI. Togurum hefur öll-
um verið haldið úti til veiða ár þessi.
Og reknetaveiðar munu hafa verið
stundaðar með bezta móti.
Aukning fiskiskipastólsins var
9.515 br.lestir samtals 1951—1955
samkvæmt yfirlitinu í töflu VII, þ. e.
1.903 br.lestir að meðaltali á ári. En
1957—1959 nam aukning fiskiskipa-
stólsins 8.701 br.lest samkvæmt yfir-
litinu í töflu VIII, þ. e. 2.900 br.lest-
um að meðaltali á ári. Og 1957—
1959 var búið í haginn fyrir enn meiri
aukningu fiskiskipastólsins heldur en
komið hefur í ljós. Auk fiskiskipa í
smíðum innanlands munu hafa verið,
fyrir utan 6 togara, „erlendis í smíð-
um eða ókomin heim . . . samtals 62
fiskiskip 250 rúmlestir eða minni“.1
Örlað hefur jafnvel á efasemdum um,
að þessi aukning fiskiskipastólsins sé
arðvænleg, eins og á stendur um
mannafla.2
Að fjárfestingu í landbúnaði verð-
ur ekki vikið. Ut eru aðeins fluttar
þær búvörur, sem ekki seljast á inn-
lendum markaði. Hagur landbúnaðar-
ins og fjárfesting eru þess vegna að
mestu leyti komin undir ástandinu á
innlenda markaðnum.
Fjölyrt verður ekki um síðari mæli-
kvarðann á gengisskráninguna, mæli-
kvarða alls þorra landsmanna, þann,
að gengisskráningunni fylgi ekki ó-
jafnari tekjuskipting en þörf krefur.
Þótt sú margfalda gengisskráning,
sem hefur falizt í millifærslukerfinu
1957—1959, bafi skapað útflutnings-
atvinnuvegunum, sjávarútveginum,
vaxtarskilyrði, hafa jafnan verið uppi
þær kröfur, að hlutur útflutningsat-
vinnuveganna í þjóðartekjunum
1 Skipaskoðunarstjóri ríkisins, Hjálmar
R. Bárðarson, í Ægi 1960, bls. 21.
2 Ægir 1960, bls. 84.
199