Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 82
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR
aukin viðskipti og ferðalög: allt þetta
leggst á eitt við að efla veg amerískr-
ar menningar og ómenningar á kostn-
að íslenzkrar nienningar og þjóðern-
iskenndar. Hér við bætast önnur nið-
urrifsöfl, almennara eðlis: fjármála-
spilling meðal ráðandi manna í þjóð-
félaginu, hálfmeðvitaður stríðsótti,
vanmetakennd smáþjóðar í heimi
hnefaréttarins. Vegna mannfæðar eru
þessi niðurrifsöfl fáum þjóðum hættu-
legri en einmitt okkur -—- og viðnáms-
þróttur okkar fer óðum þverrandi.
Því er það, að aðvörunarorð próf.
Ravila hljóta vissulega að vera tíma-
bær í okkar garð. Hér verður að
sporna við fótum áður en um seinan
verður, ef íslenzk menning á ekki að
líða undir lok og ensk-amerísk menn-
ing að ráða hér ríkjum. Próf. Ravila
leggur til, að það skynsamlegasta sem
smáþjóðirnar geti gert í þessu efni, sé
að sameinast um hlutlaust tilbúið
tungumál í samskiptum sín á milli,
sem stórþjóðirnar hljóti síðan að
beygja sig fyrir, ef ekki verður sam-
komulag með öðru móti. Slíkt mál
myndi ekki ógna menningu neinnar
þjóðar — það myndi einungis verða
hlutlaust hjálpartæki til skilnings milli
þjóða. Með jafnhliða niðurskurði á
kennslu erlendra mála væri hægt að
helga móðurmálinu miklu meiri tíma
en áður í skólunum, svo að vegur þess
myndi vaxa og hin þjóðlega menning
hverrar þjóðar festast í sessi og jafn-
framt frjóvgast hollum alþjóðlegum
áhrifum með auknum gagnkvæmum
skilningi á jafnréttisgrundvelli með
aðstoð hins hlutlausa alþjóðamáls.
Eins og nú horfir eru hverfandi lík-
ur fyrir því, að íslenzkum ráðamönn-
um um menningar- og skólamál auðn-
ist að sjá réttmæti þessa lífsmikilvæga
máls. Það er erfitt að rísa gegn
straumnum og brjóta upp á svo rót-
tækum nýjungum sem upptaka t. d.
Esperantos í íslenzkum skólum myndi
vera. Vanmetakenndin er of ríkur
þáttur í eðli okkar til þess að við
leggjum á okkur slíkt brautryðjenda-
starf! Ef til vill má vænta þess, að
Finnland stígi hér fyrsta skrefið. Það
er athyglisvert, að finnska fræðslu-
málastjórnin hefur nýlega Iagt fyrir
alla skólastjóra landsins að minnast
dr. Zamenhofs og starfs hans í skól-
um sínum á þessu ári, og að þeir leyfi
nemendum sínum að taka þátt í rit-
gerðasamkeppni um efni, sem snertir
Esperanto. Eru þessar ákvarðanir
teknar í sambandi við þau tilmæli
Uneskos til þátttökuríkja sinna, að
þau minnist aldarafmælis dr. Zamen-
hofs í ár. Island er ekki meðlimur í
Unesko, svo að þessi tilmæli þeirrar
æðstu menningarstofnunar heimsins
ná ekki til okkar. Hvers hefðum við
mátt vænta í þessu efni af hálfu ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, ef ísland
ætti aðild að þeim samtökum? Svari
nú hver fyrir sig!
Baldur Ragnarsson.
224