Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 82
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR aukin viðskipti og ferðalög: allt þetta leggst á eitt við að efla veg amerískr- ar menningar og ómenningar á kostn- að íslenzkrar nienningar og þjóðern- iskenndar. Hér við bætast önnur nið- urrifsöfl, almennara eðlis: fjármála- spilling meðal ráðandi manna í þjóð- félaginu, hálfmeðvitaður stríðsótti, vanmetakennd smáþjóðar í heimi hnefaréttarins. Vegna mannfæðar eru þessi niðurrifsöfl fáum þjóðum hættu- legri en einmitt okkur -—- og viðnáms- þróttur okkar fer óðum þverrandi. Því er það, að aðvörunarorð próf. Ravila hljóta vissulega að vera tíma- bær í okkar garð. Hér verður að sporna við fótum áður en um seinan verður, ef íslenzk menning á ekki að líða undir lok og ensk-amerísk menn- ing að ráða hér ríkjum. Próf. Ravila leggur til, að það skynsamlegasta sem smáþjóðirnar geti gert í þessu efni, sé að sameinast um hlutlaust tilbúið tungumál í samskiptum sín á milli, sem stórþjóðirnar hljóti síðan að beygja sig fyrir, ef ekki verður sam- komulag með öðru móti. Slíkt mál myndi ekki ógna menningu neinnar þjóðar — það myndi einungis verða hlutlaust hjálpartæki til skilnings milli þjóða. Með jafnhliða niðurskurði á kennslu erlendra mála væri hægt að helga móðurmálinu miklu meiri tíma en áður í skólunum, svo að vegur þess myndi vaxa og hin þjóðlega menning hverrar þjóðar festast í sessi og jafn- framt frjóvgast hollum alþjóðlegum áhrifum með auknum gagnkvæmum skilningi á jafnréttisgrundvelli með aðstoð hins hlutlausa alþjóðamáls. Eins og nú horfir eru hverfandi lík- ur fyrir því, að íslenzkum ráðamönn- um um menningar- og skólamál auðn- ist að sjá réttmæti þessa lífsmikilvæga máls. Það er erfitt að rísa gegn straumnum og brjóta upp á svo rót- tækum nýjungum sem upptaka t. d. Esperantos í íslenzkum skólum myndi vera. Vanmetakenndin er of ríkur þáttur í eðli okkar til þess að við leggjum á okkur slíkt brautryðjenda- starf! Ef til vill má vænta þess, að Finnland stígi hér fyrsta skrefið. Það er athyglisvert, að finnska fræðslu- málastjórnin hefur nýlega Iagt fyrir alla skólastjóra landsins að minnast dr. Zamenhofs og starfs hans í skól- um sínum á þessu ári, og að þeir leyfi nemendum sínum að taka þátt í rit- gerðasamkeppni um efni, sem snertir Esperanto. Eru þessar ákvarðanir teknar í sambandi við þau tilmæli Uneskos til þátttökuríkja sinna, að þau minnist aldarafmælis dr. Zamen- hofs í ár. Island er ekki meðlimur í Unesko, svo að þessi tilmæli þeirrar æðstu menningarstofnunar heimsins ná ekki til okkar. Hvers hefðum við mátt vænta í þessu efni af hálfu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, ef ísland ætti aðild að þeim samtökum? Svari nú hver fyrir sig! Baldur Ragnarsson. 224
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.