Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðalumræðuefnið, og sýndu þau hjónin okkur nýjar myndabækur frá Islandi, sem þeim höfSu veriS sendar. 011 spurSu þau okkur spjörunum úr um vini og kunningja hér heima -— um land og lýS. Og þau báSu fyrir kveSjur til allra, sem taka vildu kveSju þeirra. Brátt var þessari Varsjár-dvöl okk- ar lokið, en margt áttum við enn ógert og óséð. Hver kemst yfir allt sem hugur þreyir? Aldrei komumst við til Zelazowa-Wola, fæðingarstaðar Chopins 50 km utan við borgina, — ekki heilsuðum við heldur upp á gamla Grána, íslenzka hestinn, sem þar er nú heimilisfastur og Finnbogi Kjartansson segir að skilji enn ís- lenzku og kyssi sig að gömlum sveita- sið þegar hann kemur að vitja hans. ViS ætluðum líka til Krakár, hinnar gömlu höfuðborgar. Þar eru fræg listasöfn og fornminjar. En við fór- um í ÞjóSminjasafnið í Varsjá — í skyndiheimsókn. ÞaS tæki marga mánuði að kynnast því, sem þaS mikla hús geymir af listaverkum. ÞjóSminjasafnið, sem stendur skammt frá Poniatowski-brúnni yfir Vislu, er eitt þeirra fáu stórhýsa sem hlíft var í stríðinu, og ber það því menjar þess: skellur eftir vélbyssu- kúlur, eins og freknur um allt húsið. Ég skoðaði sýningu á handritum Chopins, sem þarna er komið fyrir, og málaralist Pólverja frá síðari öld- um. Á Chopin-sýningunni voru einnig sýndar myndir af honum, lánaðar frá Louvre, eftir Delacroix og aðra franska málara. Handritunum hefur verið safnað úr ýmsum áttum, en eru nú eign pólska ríkisins — sum ný- keypt, önnur nýlega endurheimt úr erlendum söfnum eða kornin til skila aftur úr hrakningum svo sem prelúdí- urnar 24, sem ég stend og horfi á. Þær voru — eins og fleiri handrit — taldar glataðar, en fundust loks að stríðinu loknu í felustað í Slésíu. ÞaS er einkennilegt að virða fyrir sér þessi gulnuðu blöð, þessa fíngerðu, næst- um nostursamlegu rithönd, og minn- ast um leið þess geníala anda og mátt- ar, sem tjáir sig í þessum grönnu lín- um, strikum og punktum. Hófsemi Chopins og hnitmiðaða framsetningu telur Alfred Cortot til franskra eðlisþátta í fari hans. Frönsk menning hefur alltaf átt ítök í þessari slavnesku þjóð. Enn er einna mest töluð franska af erlendum tungum í landinu. Og málaralist Pólverja — einkum síðari tíma, ber, að því er mér virðist, frönsk einkenni. „Pólland liggur að Rússlandi að austan en Frakklandi að vestan,“ sagði Heine. Ungur enskumælandi maður flutti okkur út á flugvöllinn. ViS fórum nú aðra leið en við komum, -—- ókum fram hjá stórum nýjum íbúðarhúsum í smíSum. ViS höfðum orð á því, að mikið væri um nýbyggingar í útjöðr- um borgarinnar: „Já,“ sagði hann, það er mikið byggt — við sjáum allt- 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.