Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 25
Á CHOPINHÁTÍÐ í VARSJÁ
dyrið er komiÖ. En auðvitað fara
menn í lyftum í svo háu húsi. Þær eru
margar og á látlausri ferð upp og nið-
ur eftir æðum steinrisans. Þær spúa út
fólkinu á öllum hæðum. í kjallaran-
um eru fatageymslur og sölubúðir.
Fólksþröngin bylgjast fram og aftur
um salinn. Enn kemur mér Babels-
turninn mikli í hug þegar ég heyri öll
þau tungumál, sem hér eru töluð,
blandast saman í óskiljanlegum klið.
Þó er hér sá mikli munur á, að í Ba-
bel, forðum tíð, villti Drottinn tungu-
mál þeirra svo, að þeir tvístruðust um
allar jarðir, en nú virðast þeir aftur
komnir á einn stað til að sameinast og
skilja hver annan — og allt er það
tónlistinni að þakka — eða réttara
sagt Chopin!
Mánudaginn 22. febrúar, á fæðing-
ardag Chopins, skyldi næsti þáttur
Chopin-hátíðarinnar hefjast með há-
tíðatónleikum, en píanósamkeppnin
koma þar á eftir. Þá tvo daga, sem
við réðum yfir þangað til — laugar-
dag og sunnudag — notuðum við
hjónin til að fara um borgina og leita
uppi ýmsar minjar um Chopin. Við
skoðuðum minnisvarðann mikla eftir
Szymanowsky, sem nazistar brutu
niður, en er nú aftur endurreistur á
sínum stað í fögrum trjágarði á bökk-
um Vislu, LazienHgarðinum. Myndin
sýnir tónskáldið sitjandi undir lauf-
tré miklu. Hann hallar höfðinu eins
og í leiðslu og hlustar á vindinn, sem
þýtur í liminu: — tákn þjóðarmeiðs-
ins og skáldsins, sem þýðir hinar
dularfullu raddir náttúrunnar. Rödd
pólsku þjóðarinnar. Þessa rödd átti
að þagga niður í stríðinu — hún átti
aldrei að óma framar. En sú illa von
brást — og rödd Chopins hljómar nú
sterkar en nokkru sinni fyrr í heiina-
landi hans.
Skammt frá minnisvarðanum
stendur Lazienka, höll Stanisláuss
Poniatowskís, síðasta konungs Pól.
verja, yndisleg falleg listasmíð, og
spölkorn þaðan önnur höll yngri, Bel-
vedere. Þarna er eitt fegursta hverfi
Varsjárborgar og flest sendiráð er-
lendra ríkja hafa leigt skrauthýsi eða
litlar hallir á þessum slóðum, einkum
við aðalgötuna, Aleje Ujazdowskie.
Um kvöldið sáum við „Halka“,
þjóðaróperu Pólverja; — fengum
ágæt sæti í 5. röð fyrir aðeins 20
zloty eða um 30 ísl. krónur. Ollum
er kleift að fara á tónleika og óperu-
sýningar í Varsjá. Halka er hrífandi
fögur ópera, tónlist Moniuszkos
rómantísk, tilbreytingarík, með skín-
andi kóratriðum og dönsum. Það er
hreinasta furða að þessi ópera, sem
frumsýnd var árið 1854 í Varsjá,
skuli nær aldrei vera flutt utan landa-
mæra Póllands. Það verður aðeins
skýrt með þeirri tilgátu, að það sé
ekki á færi annarra en Pólverja
sjálfra að flytja þetta fagra verk svo
vel sé, ekki sízt þjóðdansana. Aðal-
hlutverkið söng Alicja Dankowska,
sem gisti land okkar í fyrra. Hún naut
167