Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 25
Á CHOPINHÁTÍÐ í VARSJÁ dyrið er komiÖ. En auðvitað fara menn í lyftum í svo háu húsi. Þær eru margar og á látlausri ferð upp og nið- ur eftir æðum steinrisans. Þær spúa út fólkinu á öllum hæðum. í kjallaran- um eru fatageymslur og sölubúðir. Fólksþröngin bylgjast fram og aftur um salinn. Enn kemur mér Babels- turninn mikli í hug þegar ég heyri öll þau tungumál, sem hér eru töluð, blandast saman í óskiljanlegum klið. Þó er hér sá mikli munur á, að í Ba- bel, forðum tíð, villti Drottinn tungu- mál þeirra svo, að þeir tvístruðust um allar jarðir, en nú virðast þeir aftur komnir á einn stað til að sameinast og skilja hver annan — og allt er það tónlistinni að þakka — eða réttara sagt Chopin! Mánudaginn 22. febrúar, á fæðing- ardag Chopins, skyldi næsti þáttur Chopin-hátíðarinnar hefjast með há- tíðatónleikum, en píanósamkeppnin koma þar á eftir. Þá tvo daga, sem við réðum yfir þangað til — laugar- dag og sunnudag — notuðum við hjónin til að fara um borgina og leita uppi ýmsar minjar um Chopin. Við skoðuðum minnisvarðann mikla eftir Szymanowsky, sem nazistar brutu niður, en er nú aftur endurreistur á sínum stað í fögrum trjágarði á bökk- um Vislu, LazienHgarðinum. Myndin sýnir tónskáldið sitjandi undir lauf- tré miklu. Hann hallar höfðinu eins og í leiðslu og hlustar á vindinn, sem þýtur í liminu: — tákn þjóðarmeiðs- ins og skáldsins, sem þýðir hinar dularfullu raddir náttúrunnar. Rödd pólsku þjóðarinnar. Þessa rödd átti að þagga niður í stríðinu — hún átti aldrei að óma framar. En sú illa von brást — og rödd Chopins hljómar nú sterkar en nokkru sinni fyrr í heiina- landi hans. Skammt frá minnisvarðanum stendur Lazienka, höll Stanisláuss Poniatowskís, síðasta konungs Pól. verja, yndisleg falleg listasmíð, og spölkorn þaðan önnur höll yngri, Bel- vedere. Þarna er eitt fegursta hverfi Varsjárborgar og flest sendiráð er- lendra ríkja hafa leigt skrauthýsi eða litlar hallir á þessum slóðum, einkum við aðalgötuna, Aleje Ujazdowskie. Um kvöldið sáum við „Halka“, þjóðaróperu Pólverja; — fengum ágæt sæti í 5. röð fyrir aðeins 20 zloty eða um 30 ísl. krónur. Ollum er kleift að fara á tónleika og óperu- sýningar í Varsjá. Halka er hrífandi fögur ópera, tónlist Moniuszkos rómantísk, tilbreytingarík, með skín- andi kóratriðum og dönsum. Það er hreinasta furða að þessi ópera, sem frumsýnd var árið 1854 í Varsjá, skuli nær aldrei vera flutt utan landa- mæra Póllands. Það verður aðeins skýrt með þeirri tilgátu, að það sé ekki á færi annarra en Pólverja sjálfra að flytja þetta fagra verk svo vel sé, ekki sízt þjóðdansana. Aðal- hlutverkið söng Alicja Dankowska, sem gisti land okkar í fyrra. Hún naut 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.