Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Landnámu.3 En þótt svo kunni að
hafa verið, getur engum manni dulizt,
hve lítil áhrif keltneska brotið hefur
haft á íslenzka menningu. Irsk töku-
orð í íslenzkri tungu munu ekki skipta
mörgum tugum. Hér gætir að vísu all-
inargra írskra mannanafna á fyrstu
öldum landsbyggðar, en þau eru þó
einungis lítið brot af öllum nafna-
fjöldanum. Ornefni benda nokkur til
írskra manna, en slíkt er þó naumast
öllu meira en búast mætti við af því,
sem kunnugt er af rituðum heimild-
um. Það heyrir til undantekninga,
þegar hægt er að sýna fram á ótvíræð
keltnesk áhrif á íslenzkar bókmenntir.
svo sem í Darraðarljóðum, en þau
virðast einmitt hafa borizt hingað frá
Katanesi á Norður-Skotlandi, þar sem
keltneskra áhrifa var fremur að vænta
en hér á landi. Að vísu hefur nýlega
verið reynt að sýna fram á keltnesk
áhrif á íslenzkar sögur, en niðurstöð-
ur slíkra rannsókna eru mjög háðar
þeim aðferðum, sem beitt er, og í
rauninni er örðugt að henda reiður á
fullnægjandi rök fyrir slíkum áhrif-
um.4 Helztu áhrif vestrænna manna
á íslenzka menningu í öndverðu virð-
ast hafa verið þau, að með þeim bár-
ust hingað kynni af kristinni trú.
Flestir vestrænu landnámsmennirnir
munu hafa verið kristnir. Að vísu tel-
ur Landnáma, að kristnin hafi óvíða
gengið í ættir, enda átti hún örðugt
uppdráttar, þar sem stjórnskipan var
svo nátengd heiðnum sið. En hitt er
þó býsna merkilegt atriði, að flestir
eða allir formælendur kristni á síð-
ustu árum 10. aldar virðast hafa átt
ættir að rekja til vestrænna land-
námsmanna. Slíkt bendir eindregið í
þá átt, að kristnar hugmyndir hafi
lifað af þá tvo mannsaldra, sem liðu
á milli stofnunar allsherjarríkis og
kristnitöku. Slíkar hugmyndir hafa
varðveitzt með afkomendum vest-
rænna landnámsmanna, þótt þeir ját-
uðu heiðinn sið í orði kveðnu til að
samræmast þjóðfélaginu.
Hér má ennfremur minna á þá
skoðun, sem gætt hefur nokkuð á
undanförnum árum, að írsk áhrif hafi
átt sér stað á norska menningu, og
hafi þau síðan borizt hingað með
landnámsmönnum frá Noregi. Að
minnsta kosti tveir þekktir fræðimenn
hafa nýlega látið þá skoðun í ljós, að
dróttkvæðalistin hafi hafizt í Noregi
fyrir írsk áhrif.5 Kenning þessi er
reist á mjög hæpnum forsendum,
enda brýtur hún mjög í bága við ís-
lenzkar heimildir um uppruna drótt-
kvæða, og auk þess má það heita
óhugsandi, að norskir víkingar hafi
orðið fyrir slíkum áhrifum frá írum
þegar á öndverðri 9. öld. Hitt er hins
vegar auðsætt, að dróttkvæði og sum
fornkeltnesk kvæði bera með sér
frumstæð einkenni, sem benda til ein-
hvers konar skyldleika. En slíkt getur
ekki stafað af írskum áhrifum á
norskan kveðskap, heldur er þar um
ævaforn fyrirbæri að ræða, og eru
182