Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Landnámu.3 En þótt svo kunni að hafa verið, getur engum manni dulizt, hve lítil áhrif keltneska brotið hefur haft á íslenzka menningu. Irsk töku- orð í íslenzkri tungu munu ekki skipta mörgum tugum. Hér gætir að vísu all- inargra írskra mannanafna á fyrstu öldum landsbyggðar, en þau eru þó einungis lítið brot af öllum nafna- fjöldanum. Ornefni benda nokkur til írskra manna, en slíkt er þó naumast öllu meira en búast mætti við af því, sem kunnugt er af rituðum heimild- um. Það heyrir til undantekninga, þegar hægt er að sýna fram á ótvíræð keltnesk áhrif á íslenzkar bókmenntir. svo sem í Darraðarljóðum, en þau virðast einmitt hafa borizt hingað frá Katanesi á Norður-Skotlandi, þar sem keltneskra áhrifa var fremur að vænta en hér á landi. Að vísu hefur nýlega verið reynt að sýna fram á keltnesk áhrif á íslenzkar sögur, en niðurstöð- ur slíkra rannsókna eru mjög háðar þeim aðferðum, sem beitt er, og í rauninni er örðugt að henda reiður á fullnægjandi rök fyrir slíkum áhrif- um.4 Helztu áhrif vestrænna manna á íslenzka menningu í öndverðu virð- ast hafa verið þau, að með þeim bár- ust hingað kynni af kristinni trú. Flestir vestrænu landnámsmennirnir munu hafa verið kristnir. Að vísu tel- ur Landnáma, að kristnin hafi óvíða gengið í ættir, enda átti hún örðugt uppdráttar, þar sem stjórnskipan var svo nátengd heiðnum sið. En hitt er þó býsna merkilegt atriði, að flestir eða allir formælendur kristni á síð- ustu árum 10. aldar virðast hafa átt ættir að rekja til vestrænna land- námsmanna. Slíkt bendir eindregið í þá átt, að kristnar hugmyndir hafi lifað af þá tvo mannsaldra, sem liðu á milli stofnunar allsherjarríkis og kristnitöku. Slíkar hugmyndir hafa varðveitzt með afkomendum vest- rænna landnámsmanna, þótt þeir ját- uðu heiðinn sið í orði kveðnu til að samræmast þjóðfélaginu. Hér má ennfremur minna á þá skoðun, sem gætt hefur nokkuð á undanförnum árum, að írsk áhrif hafi átt sér stað á norska menningu, og hafi þau síðan borizt hingað með landnámsmönnum frá Noregi. Að minnsta kosti tveir þekktir fræðimenn hafa nýlega látið þá skoðun í ljós, að dróttkvæðalistin hafi hafizt í Noregi fyrir írsk áhrif.5 Kenning þessi er reist á mjög hæpnum forsendum, enda brýtur hún mjög í bága við ís- lenzkar heimildir um uppruna drótt- kvæða, og auk þess má það heita óhugsandi, að norskir víkingar hafi orðið fyrir slíkum áhrifum frá írum þegar á öndverðri 9. öld. Hitt er hins vegar auðsætt, að dróttkvæði og sum fornkeltnesk kvæði bera með sér frumstæð einkenni, sem benda til ein- hvers konar skyldleika. En slíkt getur ekki stafað af írskum áhrifum á norskan kveðskap, heldur er þar um ævaforn fyrirbæri að ræða, og eru 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.