Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 6
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR
hnökrar hafi komið' á kærleiksband Noregs og Bandaríkjanna, eins og þegar Norðmenn
ætluðu að grýta hershöfðingjann Speidel, eða þegar þeir eru að agnúast við Franco af
óskiljanlegum ástæðum, —- þá hefur Hallvard Lange vissulega ekki verið kennt um. Hann
hefur alla tíð verið bandalaginu diplómatískur jafnvægisauki. Hann liefur verið öllum
hnútum þess kunnugur, engin hætta var á að hann flanaði að neinu, og liinum auðmjúkari
var óhætt að fylgja honum eftir.
En þegar kom fram í dagsljósið hvaða hlutverk Noregi var ætlað í bandalaginu: að vera
tátylla Ameríkumanna í pókerspili þeirra um líf mannkynsins, þá bilaði Hallvarði hetju-
lundin og hann kvaðst vísa frá sér allri ábyrgð. Ekki þó með sömu rökum og Bandaríkin,
því land eins og Noregur getur ekki réttlætt sig einfaldlega með því að það sé hafið yfir
gott og illt: það hefur ekki liið' beina umboð frá alvaldinu eins og Bandaríkin. Nei, Hall-
vard Lange bar enga ábyrgð vegna þess að hann vissi ekkert, það væri aukinheldur, sagði
hann, hin mesta ósvífni og móðgun við Norðmenn að láta sér detta í hug að þeir stuðluðu
að lofthelgisbrotum og storkunum við heiðraðan nágranna.
Nú dettur manni ósjálfrátt í hug málsvörn ýmissa þýzkra hershöfðingja eftir síðasta
stríð. Þeir kváðust ekki bera neina ábyrgð á glæpinn Hitlers, því þeir vissu ekki að Hitler
bafði notað þá til að fremja glæpina. Þetta liggur að vísu nokkuð skakkt við rökfræðinni;
og eins sýnist Hallvard Lange vera kominn í slæmt rökfræðilegt öngvegi, — nema hann
hafi ekki vitað að land hans er í hernaðarbandalagi með Bandaríkjunum.
En pólitísk mistök kosta líka ábyrgð, og utanríkisráðherra Noregs hefur samkvæmt yfir-
lýsingu sinni verið boðberi Atlantshafsbandalagsins bæði fyrir sinni þjóð og öðrum, án
þess að bafa fullnægjandi vitneskju um starfsemi þess, sjálfur ginningarfífl, öðrum ginn-
ingarbeita. Ekki má þó búast við að hann, eða þeir stjórnmálamenn sem hafa litið á hann
sem fyrirmynd, muni draga svo rökréttar ályktanir af þessari fræðslu að þeir blygðist sín.
En þær þjóðir eru margar sem Bandaríkjamenn liafa teygt inn í sín mörgu bandalög til að
verja frelsið, siðferðið og friðinn, og einhverjar þeirra mun hin opinbera sýnikennsla unt
eðli varnarbandalaganna vekja til umhugsunar, og endurskoðunar á forustu leiðtoga sinna.
S.D.
148