Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Síða 4
Tímarit Máls og menningar Bloks í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þarna eru saman komnar bækurnar margar sem varpa ljóma yfir öldina nú, þó ekki þætti öllum þær fínar þá. Og allt á þrem fjórum árum. Undirrituðum hefur stundum þótt sem árin 1934-1940 hafi verið mestur gæfutími í starfi Kristins E. Andréssonar, akine sem Grikkir kölluðu svo. Hið pólitíska starf þessara ára verður ekki skilið frá menningarstarfinu; þetta var tími samfylkingarbaráttunnar svonefndu, bjartsýni og sigurvissa þeirrar bar- áttu var ómótstæðileg; henni fylgdi ekkert nema vonir, eftirköstin ókomin. Hið sama var að segja um menningarstarfið, bókmenntastarfið, allt var fært eða yrði fært. Síðar komu aðrir tímar. Það tókst ekki að framkvæma allt það sem ætlað var, en það sem var framkvæmt var mikið. Forstöðumanni Bókaútgáfunnar Heimskringlu, Kristni E. Andréssyni, mun hafa skilizt þegar hversu óvenjulegt privilegium hans var, og var nema eðli- legt að honum yrði hugsað til fylkingar Fjölnismanna þegar hann leitaði í íslenzkri menningarsögu að líkingu við það sem var að gerast undir hand- arjaðri hans? Var það ekki einkennileg tilviljun að annað blómaskeið ís- lenzkra bókmennta stóð nákvæmlega hundrað árum áður? Hinu fyrra skeiði lauk reyndar bókstaflega með upprætingu frumkvöðlanna. Spennan var ekki lengur, nokkurskonar ró lagðist yfir bókmenntirnar, Grímur Thomsen lifði af eins og Siées, annars var slakað á og gefið eftir. Vér erum ekki nógu nærsýnir til að geta greint nákvæmlega útfiri hins síðara skeiðs. Bókaútgáfa er auðmjúkt starf, því að bókaútgefandi er meðalgöngumaður. Ekki er það hann sem býr til höfunda. Þó hefur það sézt á prenti síðarmeir að Kristinn E. Andrésson hafi búið til höfunda; og ekki örgrannt um að hin- ir og þessir hafi haft tilburði til að búa til höfunda úr engu til að keppa við Kristin E. Andrésson. En gæfa Kristins var að vísu sú að hann kom á réttum tíma, og þó verður víst ævinlega óskýrt hvert var hið raunverulega hlutverk hans sem bókaútgefanda, hver hvati hann var höfundum, og hver miðdepill hann var í því starfi sem sá hópur höfunda sem stóð að Bókaútgáfunni Heims- kringlu leysti af höndum á nokkrum árum. En mig grunar einkum að þáttur Kristins í að halda uppi þeirri spennu, þeim móral, sem er forsenda blóma- skeiða í bókmenntum, hafi verið meiri en flestum er ljóst. Þar hefur komið til húmanísk mótun lians, og skapsmunir. Þessi tími, 1937—1940, var einnig sköpunartími Bókmenntafélagsins Máls og menningar. Greinilegt er að sá vöxtur sem hleypur í starf Bókaútgáfunn- ar Heimskringlu á þessum árum er í beinum eða óbeinum tengslum við þann furðulega árangur sem Kristinn og samherjar hans náðu með stofnun Máls 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.