Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 6
Tímarit Máls og menningar
tímabókmenntir 1918-1948, 1949; Eyjan hvíta, ritgerðasafn, 1951; Enginn
er eyland. Tímar rauðra penna, 1971; Byr undir vœngjum, ferðapistlar úr
Kínaför, 1959. En ritgerðir þær sem hann skrifaði í blöð og tímarit og ekki
hafa komið út í bók eru legíó. Meðal helztu ritgerða, þeirra sem Kristinn E.
Andrésson skrifaði í Tímarit Máls og menningar eftir 1951 að hann gaf út
Eyjuna hvítu, má nefna til dæmis: „Magnús Asgeirsson, in memoriam“, 1955;
„Thomas Mann 1875-1955“, 1955; „íslenzk þjóðernismál“ 1961; „Liðinn
aldarfjórðungur“ (tuttuguogfimm ára afmæli Máls og menningar), 1962;
„Og þá kom til mín þjóðin öll“ (um Davíð Stefánsson), 1964; „Bókmennta-
árið 1965“, 1966; „íslenzk ljóðagerð 1966“, 1967; „Hetjusaga frá 18. öld“,
1968; „Herbert Marcuse“, 1969; „Gerpla“, 1972 (ritað 1952). Kristinn var
fyrst og fremst rithöfundur um bókmenntir og bókmenntarýnandi, en líklega
hefur hugur hans einkum staðið til þeirrar greinar hókmenntafræða sem
Þjóðverjar nefna Geistesgeschichte.
„Rýnendur eiga að vera málflytjendur, en ekki dómarar. Þeir eiga að flytja
mál sitt fyrir þeim dómstóli sem þjóðin öll skipar.. .,“ segir Helgi Hálfdanar-
son í nýlegri blaðagrein. „Gagnrýnandinn getur því aðeins orðið meðalgöngu-
maður og vitni, að hann sé jafnframt baráttufús,“ segir Robert Escarpit í
ritgerð sem birt var í Tímariti Máls og menningar ekki alls fyrir löngu. Þessi
skilyrði og þessi afstaða, sem raunar eru forsendur þess að gagnrýnandinn
verði ekki átómat, hygg ég að hafi sett mark sitt á skrif Kristins E. Andrésson-
ar um bókmenntir. Að viðbættu því að hann var gæddur hæfileikanum til að
hrífast. Hann hefði samsinnt þeirri skoðun Baudelaires, að heimskan ræður
þeirri öld sem kann ekki hrifningu.
Alltaf öðruhverju hef ég hitt menn sem hafa hrifizt svo af einhverjum rit-
gerðum Kristins um bókmenntir, að þeir vitna til þeirra eins og aðrir menn
vitna í ljóð. Og til eru þau skáld sem hafa, ugglaust ósjálfrátt, dregið inn í
kvæði sín parta úr ritgerðum Kristins, stundum hugmyndir, stundum orða-
lag. Með mestu afbragðsritgerðum Kristins um bókmenntir, hverja með sínu
móti, vil ég nefna „Gefið lífsanda loft“, (Rauðir pennar, 1938, endurpr.
Eyjan hvíta), „Ólafs saga Kárasonar Ljósvíkings“ (sama rit, sama ár) og
„Hetjusaga frá 18. öld“ (Tímarit Máls og menningar, 1968). Hin fyrsta þess-
ara ritgerða er einstök að hnitmiðun og eldmóði og andagift. Sá sem les þessa
ritgerð af athygli mun geta ráðið í þann leyndardóm hvaða tök Kristínn E.
Andrésson kunni til að komast í beint samband við lesendur sína. Ritgerðin
um Ólafs sögu Kárasonar Ljósvíkings er um verk í smíðum, aðeins tvær
fyrstu bækurnar voru þá komnar út. Hún er ekki sízt merkileg fyrir það
116