Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 14
Tímarit Máls og menningar
siðfræði- og siðferðislegi mælikvarði sé sögulegur mælikvarði. Annarskonar
viðmiðun hlyti að verða merkingarlaus. Til að finna svar við fyrrgreindri
spurningu getum við út frá þessu sagt, að byltingarsinnuð hreyfing verður að
geta leitt haldgóð rök að því, að henni sé unnt að láta raunverulegt mannlegt
frelsi og mannlega hamingju af sér leiða, til að hægt sé að réttlæta hana.
Eins verður hún að geta sýnt fram á, að þær aðferðir sem hún beitir miðist
eingöngu við þetta endanlega takmark.
Einungis með því að setja þetta vandamál í slíkt sögulegt samhengi, er hægt
að fjalla um það á raunhæfan hátt. Að öðrum kosti væri aðeins um tvennt að
velja, annaðhvort að vísa öllum byltingum og byltingarsinnuðu valdi fyrir-
fram á bug, ellegar leggja á það blessun sína. Hvor afstaðan, sem tekin er,
þá hlýtur hún að stangast á við sögulegar staðreyndir, það er tildæmis fárán-
legt að halda því fram, að nútímaþjóðfélagið hefði getað orðið til, í þessari
mynd, þótt ameríska, enska og franska byltingin hefðu aldrei átt sér stað.
Eins er jafn fáránlegt að halda því fram, að allt byltingarsinnað vald hafi
haft samskonar áhrif og sömu afleiðingar. Það vald sem beitt var í borgara-
styrjöldunum í Englandi á sautjándu öld, það vald sem beitt var í fyrstu
frönsku byltingunni, hafði án efa allt önnur áhrif og aðrar afleiðingar, held-
uren til dæmis það, sem beitt var í byltingu bolsévíka, ellegar það gagn-
byltingarsinnaða vald, sem beitt var af nasískum og fasískum ríkisstjórnum.
Auk þess myndi slík afstaða, sem sú að vísa alveg á bug ellegar leggja blessun
sína á hverskyns þjóðfélagslega og stjórnarfarslega valdbeitingu leiða til þess,
að sérhver sú umbreyting sem þannig hefði orðið, væri tekin góð og gild, án
tillits til þess hvort hún hefði í för með sér framför eða afturför, frelsi eða
þrældóm.
Til að ná betri tökum á viðfangsefninu mætti sem snöggvast beina sjónum
að rás sögunnar. í hinni fornu pólitísku heimspeki var ekki litið á byltingar
sem neitt rof á sögulegri framrás. Platon og Aristóteles litu svo á, að bylting-
ar væru liður í aflfræði stj órnmálanna, að þær tilheyrðu hinni sögulegu og
jafnframt náttúrlegu hringrás fæðingar, viðgangs og hnignunar stjórnar-
forma. í heimspeki miðalda og byrjun nútíma gerði hugmyndin um, að allt
væri undir guðlegri yfirstjórn, það að verkum, að annaðhvort var lagt blátt
bann við hverskyns andstöðu við ríkjandi valdhafa, ellegar andstaða gegn
harðstjórn ekki einungis talin réttlætanleg, heldur og gerð að siðferðilegri
skyldu. Á sextándu og sautjándu öld kröfðust kaþólskir menn óskoraðs réttar
til að veita mótstöðu og jafnvel steypa af stóli ríkisstjórnum mótmælenda, og
mótmælendur kröfðust þess hins sama gagnvart kaþólikkum. Mjög svo dæmi-
124