Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 15
Siðfrœði og bylting
gerða andstöðu við slíkar kenningar er að finna í afstöðu svo ólíkra manna
sem Hobbes og Descartes til byltingarinnar, en hún byggist á því, að slík
umbreyting leiddi jafnan til hins verra. Látið samfélagslegar og stjórnmála-
legar valdastofnanir vera einsog þær eru; því hversu slæmar sem þær annars
kunna að vera, þá er áhættan sem því fylgir að steypa þeim úr sessi, of mikil.
Descartes, þessi mikli byltingarmaður hugsunarinnar, var ákaflega íhaldsam-
ur í því sem laut að hinum „stóru opinberu stofnunum“. Um þær skal ekki
efast, við þeim skal ekki hreyft. A sama tíma gera heimspekingarnir sig bera
að því að lýsa velþóknun sinni á byltingu, sem þegar hefur náð fram að
ganga. Fulltrúi þessarar afstöðu er Kant, sem hafnaði því, að þegnarnir
hefðu rétt til að sýna mótþróa, og fordæmdi uppreisn gegn ríkjandi stjórn-
völdum. Hann bætti því hinsvegar við, að færi svo, að bylting yrði sigursæl
og ný ríkisstjórn settist að völdum, þá væri þegnunum skylt að sýna nýju
byltingarstjórninni j afnafdráttarlausa hlýðni og þeirri sem steypt var af stóli.
Á hinn bóginn er í stjórnmálum, bæði í orði og reynd, gert ráð fyrir á-
kveðnum sögulegum kringumstæðum, þegar valdbeiting reynist nauðsynleg
og afgerandi driffjöður framfaranna. Þetta hugtak skipar sinn sess í stjórn-
málalegum kenningum og aðgerðum í þágu skýlauss lýðræðis. Robespierre
boðar harðræði frelsisins gegn harðræði kúgunarinnar: þegar barizt er fyrir
frelsi, þegar verja þarf hag heildarinnar fyrir sérhagsmunum kúgaranna, þá
getur verið nauðsynlegt og skylt að beita harðræði. Ofbeldi, byltingarsinnað
ofbeldi, er hér ekki liður í stjórnmálalegri baráttu, heldur siðferðileg skylda.
Harðræði er skilgreint sem and-ofbeldi: það er aðeins „leyfilegt“ í þeim til-
gangi einum að verjast kúgurunum og skal ekki beitt lengur en þar til þeir
hafa verið sigraðir. Líku máli gegnir um hið marxíska hugtak um alræði
öreiganna, sem einungis stendur um stundarsakir og hverfur af sjálfu sér:
hverfur sjálft úr sögunni, vegna þess að því er aðeins ætlað að ríkja meðan
vald hinna gömlu, ráðandi stétta stendur byggingu jafnréttisþjóðfélagsins
enn fyrir þrifum; eftir að þessar stéttir bafa verið kveðnar í kútinn, á hvers-
kyns undirokun að hverfa úr sögunni. Hér er byltingarsinnað ofbeldi sömu-
leiðis skilgreint sem and-ofbeldi. Kenning marxismans gerir ráð fyrir því, að
hinar gömlu ríkjandi stéttir muni aldrei afsala sér völdum sjálfviljugar,
þvertámóti muni þær verða fyrstar til að beita ofbeldi gegn byltingunni
og að byltingarsinnað ofbeldi sé svar við gagnbyltingarsinnuðu ofbeldi.
Kenningin inn tímabundið alræði í einskonar uppeldislegum tilgangi, felur
í sér þá þversagnarkenndu hugmynd, að „nauðsynlegt sé að þvinga manninn
til að neyta frelsis síns“. Hin stjórnmálalega heimspeki hefur alla tíð viður-
125