Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Síða 21
Siðfrœði og bylting
bil afturhalds og nýrra forréttindahópa, voru þó afleiðingarnar og „hlutlægur
árangur“ þessara byltinga slík, að til valda komust frjálslyndari ríkisstjórnir,
þjóðfélagslegt lýðræði færðist smámsaman í vöxt og framfarir urðu á tækni-
legum sviðum. Ég sagði „hlutlægur árangur“ vegna þess, að þetta mat á
byltingunni er að sjálfsögðu dómur seinni tíma manna. Það má hinsvegar
vel vera, að hugmyndir og fyrirætlanir byltingarleiðtoganna og fjöldans,
hafi verið allt aðrar. Fyrir tilverknað þessa „hlutlæga árangurs“, leiddu
þessar byltingar til framfara í áðurnefndum skilningi; afleiðing þeirra var
sýnileg rýmkun mannlegs frelsis. Þrátt fyrir geigvænlegar fórnir, fæddu þær
því af sér vissan siðferðilegan rétt, allsendis óháðan hverskyns stjórnmála-
legri réttlætingu. En sé því hinsvegar þannig farið, að ekki sé unnt að benda
á slíka siðfræðilega réttlætingu og færa að henni rök fyrr en eftir á, þá kemur
hún okkur að litlu gagni. Þarmeð yrðum við neydd til að velja á milli tveggja
j afnóskynsamlegra valkosta. Annarsvegar að vera fyrirfram meðmælt öllum
byltingum og hinsvegar að vera fyrirfram mótfallin þeim öllum. Nú vil ég
taka það fram, að þótt ekki sé hægt að sýna frammá sögulegt stefnumið
byltingar fyrr en eftirá, er þó unnt að segj a fyrir um væntanleg áhrif hennar
með skynsamlegum líkum; þ. e. hvort hún muni hafa í för með sér framför
eða afturför -—- að svo miklu leyti sem unnt er að segj a fyrir um söguleg skil-
yrði framfara. Til dæmis var hægt að sýna frammá, og var reyndar gert áður,
að franska byltingin 1789, myndi samkvæmt sögulegum útreikningi skapa
betri vaxtarskilyrði mannlegs frelsis en sú einveldisstjórn sem fyrir var. Á
hinn bóginn væri unnt að sýna frammá og var reyndar gert löngu fyrr, að
ríkisstjórnir nazista og fasista myndu óumflýjanlega stuðla að hinu gagn-
stæða, eða því, að hlutur mannlegs frelsis yrði skertur. Meira að segja, og ég
held að þetta sé mjög þýðingarmikið atriði, verður sífellt unnt að reisa slíkar
forspár um möguleika sögunnar á skynsamlegri líkum, þareð það verður
stöðugt auðveldara verk að henda reiður á vísindalegum, tæknilegum og
efnislegum auðlindum okkar, auk þess sem taumhald vísindanna á manninum
og náttúrunni styrkist jafnt og þétt. Maðurinn fær sífellt betri aðstöðu til að
ákveða sjálfur möguleika og inntak frelsisins: slíkt verður með hverjum
deginum auðveldara að reikna út. Og samfara þessari bættu aðstöðu til út-
reikninga og drottnunar, er sífellt unnt að gera skýrari greinarmun á mis-
munandi tegundum, bæði valdbeitingar og fórna. Því frá upphafi hefur ham-
ingju og frelsi og jafnvel lífi einstaklinga verið fórnað í sögunni. Ef við lítum
svo á, að mannslífið sem slíkt sé undir öllum kringumstæðum heilagt, þá hefur
áðurnefndur greinarmunur engan tilgang og við verðum að játa, að sagan
131