Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 23
Siðfrœði og bylting
hreyfingin bregzt við þegar til kastanna kemur, á hvern hátt möguleikar
hennar verða að veruleika og hverjar nýjar staðreyndir framvinda hennar
leiðir í ljós eða m. ö. o. hversu vel eða illa markmið og aðferðir byltingarinn-
ar haldast í hendur.
Og þá er komið að síðustu spurningunni sem ég vil varpa fram: Réttlætir
markmið hyltingarinnar allar aðferðir? Getum við gert greinarmun á skyn-
samlegri og óskynsamlegri, nauðsynlegri og ónauðsynlegri kúgun? Hvenær
getum við sagt, að kúgun sé skynsamleg með tilliti til markmiðs þeirrar bylt-
ingar, sem um er að ræða? í framhaldi af þessu vil ég víkja stuttlega að
bolsévísku byltingunni. Sósíalisminn var yfirlýst takmark bolsévísku bylting-
arinnar. Það fól í sér þjóðnýtingu framleiðsluaflanna og alræði öreiga sem
áfanga á leið til stéttlauss þjóðfélags. Við þær sérstöku sögulegu aðstæður,
sem ríkjandi voru, þegar bolsévíska hyltingin var gerð, var iðnvæðingin
nauðsyn fyrir sósíalismann til að hann stæðist samkeppni hinna lengra komnu
auðvaldsríkja á vesturlöndum, auk þess sem hann varð að koma herliði á fót
og reka öflugan áróður um allan heim. Getum við gert hér greinarmun á
skynsamlegri og óskynsamlegri kúgun með tilliti til þeirra markmiða, sem að
er stefnt? Með tilliti til byltingarinnar, væri skynsamlegt að hraða iðnvæð-
ingunni sem allra mest, útiloka vissar afætur frá efnahagslífinu og taka upp
strangari vinnuaga. Einnig að láta fullnægingu ákveðinna einstaklingsþarfa
víkja fyrir þörfum þungaiðnaðarins á fyrstu stigum iðnvæðingarinnar og
afnema þau borgaralegu réttindi, sem gætu staðið í veginum fyrir því, að
þessi markmið næðu fram að ganga. Hinsvegar er enganveginn unnt að rétt-
læta, heldur ekki með tilliti til byltingarinnar, Moskvuréttarhöldin, hina
stöðugu ógnarstjórn, fangabúðir og alræði flokksins yfir hinum vinnandi
stéttum. Ef við ætluðum okkur að rannsaka þetta nánar, þá yrði nauðsyn-
legt að fjalla jafnframt um ástandið í alþjóðamálum, en tíminn leyfir ekki
slíkt. Við höfum einnig algjörlega sniðgengið hlut sjálfra leiðtoganna í bylt-
ingunni, þ. e. a. s. hina svonefndu sögufrægu einstaklinga.
Og enn vildi ég gera eina athugasemd. Mér virðist það einkennandi, að því
auðveldara sem það verður að reikna út og hafa stjórn á tækni nútíma iðn-
aðarþjóðfélags, þeim mun háðari verða möguleikar mannlegra framfara
þeim andlegu og siðferðilegu eiginleikum, sem leiðtogarnir hafa til að bera.
Það varðar og miklu hversu reiðubúnir og hæfir þeir eru til að upplýsa
fjöldann sem þeir hafa á sínu valdi og opna augu hans fyrir möguleika
eða öllu heldur nauðsyn þess að sækja fram til friðsamlegri og mennskari
lífshátta. Því tækni þróaðra iðnaðarþjóðfélaga er í dag orðin sjálfstæður
133