Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 34
Þórður Sigtryggsson Mennt er máttur Tilraunir með dramb og liroka Elías Mar skrásetti Hér fara á eftir nokkur brot úr endurminningum Þórffar Sigtryggssonar, sem Elías Mar skrásetti eftir höfundinum á siðustu æviárum hans, 1961-1965, en Þórður Sigtryggsson lézt sumarið 1965. Endurminningarnar eru aðeins kunnar fáeinum mönnum, og verða víst ekki gefnar út um sinn, en Tímariti Máls og menningar þótti þess vert að kynna lesendum nokkra kafla og brot héðan og þaðan úr þessu sérkennilega riti sérkennilegs persónuleika. Nú kom að því, að fóstursonur kvenhjónanna uppi á loftinu átti að fermast. Nokkrum dögum fyrir ferminguna sendi fröken Kristín mig niður í Jensens- bakarí. Ég átti að biðja frú Jensen um að lána henni litlu kökuformin, sem hún hafði lánað henni frú Steffensen. Ég hitti frúna og bar upp erindi mitt. Frúin virtist verða orðlaus af undrun, en þegar hún loksins gat komið upp orði, sagðist hún aldrei hafa lánað frú Steffensen eitt einasta kökuform. Þetta har hún blákalt fram, þótt öll Reykjavík vissi, að frú Steffensen væri hennar bezta vinkona. Frú Steffensen heimsótti frú Jensen næstum daglega og sat með handavinnu eða útsaum við annan stássstofugluggann hennar og horfði á um- ferðina í Austurstræti, en þar mátti daglega sjá fleira og færra af fínasta fólki bæjarins. En fyrir utan gluggann hjá henni, við Vesturgötuna, gekk sjaldan fínt fólk, nema ein biskupsrola með munnkörfu. Þegar ég spurði Sigurð bróður minn, af hverju biskupinn gengi með þetta fyrir munninmn, svaraði hann, að það væri til þess, að hann gæti ekki talað, þegar hann sæti á þingi. En herra Hallgrímur var konungkjörinn alþingismaður. Þetta með kökuformin var hræðilegt áfall fyrir fröken Kristínu. Hún hafði hlakkað svo til að geta boðið fermingarveizlugestunum litlu, fínu kök- urnar úr litlu, sætu formunum hennar frú Jensen. En hvernig í ósköpunum gat fröken Kristín ætlazt til, að frú Jensen færi að lána henni kökuform, þó að hún lánaði þau beztu vinkonu sinni frú Steffensen? Þó að Steffensen væri dauður fyrir ca tuttugu árum og frú Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Hól hefði mestallan þann tíma verið gift Birni Kristjánssyni, kallaði heldra fólkið hana stöðugt frú Steffensen. Björn Kristjánsson var ekki aðeins einn af merkustu kaupmönnum Reykjavíkur, hann var einnig efnafræðingur, söngfræðingur 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.