Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Síða 92
Tímarit Máls og menningar
arðar. Sakir endurgreiðslna og framsals
skuldaviðurkenninga, námu útistandandi
lán bankans allmiklu lægri upphæðum eða
85.5 milljörðum. — Lánveitingar bankans
hafa aukizt eftir því sem hann hefur orðið
fastari í sessi, eins og tölur þessar bera með
sér. Aftur á móti hafa lánveitingar bank-
ans í vaxandi mæli hvílt á útgáfu verð-
bréfa, svo að nauðsyn bar til að treysta
bolmagn hans til að takast ábyrgðir á
herðar. Árið 1959 var höfuðstóll bankans
þess vegna aukinn upp í $ 21 milljarð.
Aukning hans varð að þeim hætti, að fyrir-
skriftir aðila voru tvöfaldaðar, jafnframt
því sem hlutur nokkurra landa var aukinn.
Aðeins hin síðamefndu þurítu að inna af
hendi greiðslur til bankans.
Lán Alþjóðlega bankans hafa skipzt á
milli meginlandanna nokkurn veginn í
samræmi við stærð þeirra og fólksfjölda.
Lánin hafa að mestu leyti runnið til fram-
kvæmda eða aðgerða, sem liggja annarri
atvinnustarfsemi til grundvallar. Til 1965
höfðu 31.6 hundraðshlutar þeirra runnið til
virkjana og rafveitna, 33.6 hundraðshlutar
til samgangna, 15.7 hundraðshlutar til iðn-
aðar, 7.1 hundraðshluti til iandbúnaðar og
2.3 hundraðshlutar til atvinnulegrar upp-
byggingar yfirleitt. Lán þessi til uppbygg-
ingar yfirleitt hafa verið veitt framkvæmda-
stofnunum, en bankinn hvatti til, að þær
yrðu settar á fót, þar eð hann veigrar sér
við að hluta niður lán sín. Að meðaltali
hafa lánin verið til 14 ára. Ilámarkslengd
lána hefur verið 25 ár, og hefur aðeins ein
undanþága verið veitt frá þeirri reglu.
Styztu lánin hafa verið til 5 ára. Vextir
á lánunum hafa ákvarðazt af vöxtum á fé
því, sem bankinn aflar sér á peningamörk-
uðum. Við þá vexti heíur hann bætt um-
boðslaunum, sem nema 1 hundraðshluta,
og að auki kostnaðarlið, sem nemur 1/4
hundraðshluta. Vextir á lánum hafa alla
jafna numið 4—6 hundraðshlutum. Á
rekstrarárinu 1964—1965 fór bankinn að
setja upp hærri vexti gagnvart iðnaðarlönd-
um en vanþróuðum löndum.
Alþjóðlegi bankinn hefur samt sem áður
verið aðeins ein af uppsprettum alþjóð-
legs lánsfjár. Utstreymi fjármagns frá
Bandaríkjunum 1945—1965 nam að jafn-
aði um $ 3 milljörðum á ári, en Kanada
hlaut stærstu hluta þess. Þessa tvo áratugi
námu lán Bretlands til annarra landa að
meðaltali á ári jafnvirði $ 600 milljóna.
Lánsfé þetta mun að stærri hluta hafa átt
upptök í endurgreiðslum gamalla lána en í
útgáfu verðbréfa í New York eða London,
þótt hún hafi numið háum upphæðum.
Jöfnum höndum hafa skuldir vanþróaðra
landa aukizt, en þær námu um $ 33 millj-
örðum árið 1964. Afborganir þeirra og
vextir af lánunum námu þá um $ 3.5
milljörðum á ári eða með öðrum orðum
um 12 hundraðshlutum andvirðis útflutn-
ings þeirra.
202