Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 4
Adrepur Stalín er víst hér Mikið varð ég undrandi og kátur þegar þau tíðindi gerðust fyrri hluta apríl- mánaðar að fólk tók að hringja í mig í tilefni af nýkomnu hefti af Tímariti Máls og menningar, ýmist ævareitt eða undrandi á grein sem birtist í heftinu eftir Véstein Lúðvíksson rithöfund. Ég hafði ekki séð þessa grein þegar hring- ingarnar hófust; ég á að vísu sæti í svokallaðri ritnefnd tímaritsins, en sú nefnd reynir að starfa sem hugmyndabanki en öldungis ekki sem ritskoðunar- stofnun. Undrun mín og gleði stafaði af því að ég minnist þess ekki að nokkur maður hafi fært Tímarit Máls og menningar í tal við mig síðan endur fyrir löngu. Af þessu hafði ég haft æði miklar áhyggjur sjálfur, þótt ég hafi naum- ast aðhafst annað en þusa á félagsráðsfundum og í stjórn Máls og menningar meðan ég átti þar sæti; ég þóttist þurfa að sinna öðrum verkefnum og ná- komnari mér. Á þessu tímabili fannst mér tímaritið verða einhver fagurkeraleg smíð og lúta lögmálum sem vafalaust hafa verið háleit en snertu hvorki til- finningar mínar né vitsmuni. Æði mörg tímaritshefti minntu mig á skáldsögu sem ég las forðum eftir breska háðfuglinn Evelyn Waugh, en svið hennar var bandarísk útfararstofnun og hafði það að sérgrein sinni að snytra lík manna, hunda, katta, skjaldbaka, músa, kanaríufugla og annarra gæludýra. Sumstaðar mun það vera siður í Bandaríkjunum að menn vilja sjá ástvini sína á hinstu kveðjustund, hvort sem þeir eru úr mannheimum eða dýraríkinu, og verkefni útfararstofnunarinnar var að gera þann framliðna sem fegurstan og hugljúfastan með aðstoð nútímasnilli í fegrunartækni. Menn áttu að brosa í líkkistunni með sælusvip á andlitinu, og dauðir hundar að vera svo sperrtir og sprækir að syrgj- endurnir sæju þá næstum því dilla rófunni samkvæmt hinni alkunnu banda- rísku kennisetningu „How to..How to become a beautiful corpse. Mér fannst tímaritið æði oft fullt af líkum, sem vafalaust hafa verið snyrt af full- komnun að mati hinna innvígðu, en í þann hóp hef ég aldrei komist og hef ekki hug á að komast þangað. Ég hélt því þegar upphringingarnar hófust, að loksins kæmi grein þar sem þess væri krafist að Tímarit Máls og menningar tæki upp stefnu, setti sér markmið, hrærðist með í straumi tímans, eins og raunin var meðan Kristinn E. Andrésson mótaði tímaritið og öll störf Máls og menningar. 114 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.