Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 6
Tímarit Máls og menningar mun aðeins standa skamma hríð, eins og marka má af ýmsum viðbrögðum ungs fólks síðustu áratugina, þótt þau hafi verið barnaleg og stefnulítil. Kenning Vésteins um að þessi barátta íslenskra sósíalista hafi einkennst af einhverju alræðisviðhorfi, allt hafi verið ákveðið af einhverri kreddufastri flokksklíku, er einnig markleysa. Vöxtur stjórnmálasamtaka íslenskra sósíalista er aðeins einn þáttur í almennri hreyfingu meðal landsmanna allra, en leiðtogar íslenskra sósíalista höfðu vit á því að taka forustu í þessari almennu hreyfingu, vinna með öðrum á kreddulausan hátt, stefna að tilteknu markmiði, lífskjara- byltingu á íslandi, og ná því marki. Sá árangur er forsenda þess að fslendingar nái fullu sjálfstæði og geti stefnt að því marki að koma sjálfir á stjórnarfari sem hafi háleitari markmið en einkaneysluna. Alræðisviðhorf Vésteins valda því að hann býr sér til fáránlega kenningu um sögu Máls og menningar. Hann segir um bókmenntafélagið: „Vöxtur félagsins fyrsm árin var samofinn blómaskeiði Sósíalistaflokksins. En samtímis takmarkar flokkurinn félagið: útfyrir hugmyndaheim hans verður ekki farið, hvorki í útgáfu né starfsháttum.“ Þessi staðhæfing er kredda og í engum tengslum við veruleikann. Það eina sem tengdi saman Mál og menningu og Sósíalistaflokkinn var að sósíalistar höfðu forustu í báðum hreyfingunum, og aðalleiðtogi Máls og menningar, Kristinn E. Andrésson, var um skeið einnig forustumaður í Sósíalistaflokknum, m. a. þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans. En stofnun Rauðra penna og síðar Máls og menningar var áhrif af þeirri vakn- ingu sem ég vék fyrr að og fylgdi í kjölfar fullveldisins. Hópur ungra mennta- manna, rithöfunda og skálda, setti sér það mark að sanna, að íslendingar gætu verið fullgildir þátttakendur í menningarbaráttu samtímans; íslensk menning væri ekki neinn forngripur sem þyrfti að „vernda" og „varðveita" eins og þá var ríkjandi skoðun, heldur ætti hún vaxtarþrek til jafns við aðra menningar- hefð. Forustumaðurinn í þessum hópi var Kristinn E. Andrésson, í senn róman- tísk eldsál og raunsæismaður, en fyrirmynd hans var Fjölnismenn, eins og hann hefur sjálfur rakið. Hann tengdi saman menningarþorsta alþýðu og framtak listamanna, breytti íslensku menningarlífi úr grunnri lænu í úthaf. Útgáfu- bækur Máls og menningar voru ekki bundnar við hugmyndaheim Sósíalista- flokksins, heldur heimsmenninguna, eins og hver maður sér sem lítur á útgáfu- bækur félagsins á þeim árum þegar Kristinn hafði forustu. Kristinn E. Andrés- son var svo einstakur maður að hann safnaði að sér öllum þeim menntamönn- um íslenskum sem einhver dugur var í, og náði sú samstaða langt út fyrir mörk sósíalista. Þessi hópur boðaði ekki aðeins kenningar, heldur sannaði þær í verki. Það var þessi hópur sem myndaði jarðveg þess, að snillingurinn og atorkumaðurinn Halldór Laxness varð einn fremsti höfundur gervallra heims- bókmenntanna; það tókst að sanna í verki að íslensk menning var engin rom- antísk endurminning forn, heldur lifandi og baráttuglöð nútíð. Kristinn E. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.