Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 9
Adrepur menningar hefur alltaf verið og verður alltaf að vera lifandi íslenskur sósíal- ismi. Þess ber að geta að Vésteinn ber fram í lok greinar sinnar tillögu um svo- kallað lýðræðislegt form Máls og menningar, en kreddumenn eru mikið gefnir fyrir formsatriði. Hann leggur til „að grunneiningar félagsins verði starfshópar sem vinni að ýmsum verkefn- um félagsins; hóparnir verði öllum opnir og sami félagi geti verið virkur í fleiri en einum hóp; einfaldur meirihluti hvers hóps ráði því hver hafi verið nægilega virkur til að teljast atkvasðisbær; einfaldur meirihluti aðalfundar (eða stórfundar) geti komið í veg fyrir að þetta fyrirkomulag sé misnotað... En yrði þessi hópur nokkuð stærri en núverandi félagsráð? Kannski ekki. En þrjátíu og fimm lifandi sálir eru margfalt kröftugri en jafnmargar sálir hálf- dauðar.“ Mig skortir greind til að skilja þessa happa- og glappa-aðferð. En skyldi fyrir- komulagið ekki leiða til þess, að fyrir Máli og menningu færi líkt og Kommún- istaflokki Bandaríkjanna, þegar ég hafði seinast spurnir af honum fyrir nokkr- um áratugum, en þá var meirihluti flokksmanna erindrekar bandarísku leyni- þjónustunnar. Ætli „sálirnar“ þrjátíu og fimm gætu ekki orðið erindrekar Al- menna bókafélagsins — eða Iðunnar? Mér hafa þótt umræðurnar um form Máls og menningar næsta marklitlar. Það er eins með útgáfufyrirtæki, tímarit og dagblað, að þeim fyrirbærum er aðeins unnt að stjórna með menntuðu einveldi, þar sem áhersla sé lögð á lýs- ingarorðið. Lýðræði er tryggt á afar einfaldan hátt. Bókaútgáfa sem sendir frá sér rit sem hvorki snerta menn né hrista upp í þeim, deyr drottni sínum vegna þess að hana skortir lýðræðislegan grundvöll. Sama máli gegnir um tímarit eða dagblað. Það er ekki form sem skiptir máli, heldur að hafa eld í hjartanu. Þessar athugasemdir eru orðnar lengri en ég ætlaði mér, og vakti þó grein Vésteins hjá mér margfalt fleiri hugsanir en ég hef drepið á. Vésteinn virðist bera sérstakan óvildarhug til samtaka íslenskra sósíalista, en ég hef tekið þátt í störfum þeirra í aldarþriðjung. Mismunurinn á afstöðu okkar vekur upp hjá mér bernskuminningu. Ég var í sveit og gegndi meðal annars því trúnaðarstarfi að moka flórinn í fjósinu. Ég tók þá reku, hirti upp kúadellurnar og arkaði með þær út á fjóshaug. Þar stóð venjulega reigingslegur hani, sperrti upp marg- litar stélfjaðrirnar og gól. Kannski hefur hann verið að gala um það að ég væri orðinn skítugur af því að moka flórinn; ég veit það ekki, af því ég skil ekki hanagal. Ég skil ekki heldur Véstein Lúðvíksson. Magnús Kjartansson. 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.